Enski boltinn

Öruggt hjá WBA í fallbaráttuslagnum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Dorrans og Berahino voru allt í öllu hjá WBA
Dorrans og Berahino voru allt í öllu hjá WBA vísir/getty
WBA gerði sér lítið fyrir og skellti nýliðum Burnley 4-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fyrir leikinn voru liðin í 17. og 19. sæti.

Craig Dawson skoraði fyrsta markið eftir hálftímaleik og í uppbótartíma fyrri hálfleiks tvöfaldaði Saido Berahino forystu WBA.

Berahino var aftur að verki á elleftu mínútu seinni háflleiks en Graham Dorrans lagði upp bæði mörk framherjans en hann skoraði síðasta mark leiksins á síðustu mínútu leiksins.

WBA lyfti sér upp í 9. sæti deildarinnar með sigrinum en Burnley sem er enn án sigurs í deildinni er sem fyrr með 3 stig í næst neðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×