Oft eldri menn með stelpur í neyslu sem hálfgerðar ambáttir Viktoría Hermannsdóttir skrifar 27. september 2014 22:13 Mæðgurnar Helena Rós Sigmarsdóttir og Ástríður Grímsdóttir. Vísir/Ernir „Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma Ástríðar Ránar Erlendsdóttur heitinnar. Móðir hennar, Helena Rós Sigmarsdóttir, og amman, Ástríður Grímsdóttir, lýsa í einlægu viðtali í Fréttablaðinu í dag yfri áhyggjum sínum á því hve algengt sé að eldri menn notfæri sér stúlkur sem séu í neyslu. Ástríður Rán stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Í ársbyrjun var hún komin úr meðferð og á góðum stað að sögn mæðgnanna. Ástríður ætlaði að vera edrú og var byrjuð í skóla. „Síðan koma svona menn eins og þessi og setja allt úr skorðum,“ segir amma hennar og bendir á blað með útprentuðu samtali Ástríðar og þjóðþekkts manns á miðjum aldri. Maðurinn setti sig í samband við Ástríði á Facebook og byrjaði að tala við hana. „Það er vitað mál að það eru oft eldri menn sem eru með þessar stelpur sem hálfgerðar ambáttir en þetta sýnir að það eru ekki bara menn sem sjálfir eru í neyslu. Þarna er bara maður í fínni stöðu, miklu eldri sem fór að sýna henni áhuga,“ segir amma hennar. Amma Ástríðar segir barnabarn sitt hafa deilt með sér samskiptum sínum við manninn. Ástríður yngri hafi hlegið að því að þessi „gamli maður“ væri að tala við hana. Ástríður amma hafi haft samband við umræddan mann og sagt honum að láta barnabarn sitt vera. Hins vegar höfðu samskiptin verið meiri en móðirin og amman töldu. Náðu þau yfir ellefu daga áður en Ástríður heitin fór á hans fund.Ástríður glímdi við fíknuefnavanda frá 14 ára aldri.Lokkaði hana heim með aðeins eitt í huga „Maður sér að hún er fyrst alltaf með undanbrögð af hverju hún komist ekki; hún segist vera að fara í skólann, á fund eða samkomu, þurfi að hvíla sig, sé með barnið sitt. Í nánast öllum þessum samskiptum á hann upptökin að samtalinu. Þegar ég les þetta yfir aftur þá þá spyr maður sig: Af hverju hættir ekki helvítis maðurinn? Af hverju djöflast hann áfram. Þessi fjöldi skilaboða sýnir hvað ásetningurinn er mikill, hann er að eiga við tvítuga stúlku, fimmtugur maðurinn,“ segir amma hennar. Eftir nokkurra daga þrýsting hafi Ástríður heitin látið undan, farið til hans og fallið heima hjá honum. Í kjölfarið hafi allt verið á niðurleið hjá henni. Þær taka þó fram að þær séu ekki að kenna manninum um hvernig fór fyrir Ástríði á endanum. Þær vilja samt vekja athygli á því að þetta séu ekki alltaf menn sem sjálfir eru tengdir fíkniefnaheiminum sem séu að misnota sér neyð þessara stúlkna. Þær segja að mikilvægt sé fyrir foreldra sem eiga dætur í neyslu að skoða hverjir séu að setja sig í samband við stúlkurnar á samskiptasíðum. Í þessu tilfelli hafi verið um einbeittan ásetning að ræða þar sem maðurinn hafi áunnið sér traust hennar og lokkað svo heim til sín, gefið henni áfengi og haft aðeins eitt í huga. „Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma hennar. Samskiptin virðast hafa fjarað út eftir hittinginn. Þau spjalla aðeins lítillega saman í nokkra daga á eftir en svo virðist maðurinn hafa misst áhugann á að tala við hana.Helgarviðtalið í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01 Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
„Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma Ástríðar Ránar Erlendsdóttur heitinnar. Móðir hennar, Helena Rós Sigmarsdóttir, og amman, Ástríður Grímsdóttir, lýsa í einlægu viðtali í Fréttablaðinu í dag yfri áhyggjum sínum á því hve algengt sé að eldri menn notfæri sér stúlkur sem séu í neyslu. Ástríður Rán stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Í ársbyrjun var hún komin úr meðferð og á góðum stað að sögn mæðgnanna. Ástríður ætlaði að vera edrú og var byrjuð í skóla. „Síðan koma svona menn eins og þessi og setja allt úr skorðum,“ segir amma hennar og bendir á blað með útprentuðu samtali Ástríðar og þjóðþekkts manns á miðjum aldri. Maðurinn setti sig í samband við Ástríði á Facebook og byrjaði að tala við hana. „Það er vitað mál að það eru oft eldri menn sem eru með þessar stelpur sem hálfgerðar ambáttir en þetta sýnir að það eru ekki bara menn sem sjálfir eru í neyslu. Þarna er bara maður í fínni stöðu, miklu eldri sem fór að sýna henni áhuga,“ segir amma hennar. Amma Ástríðar segir barnabarn sitt hafa deilt með sér samskiptum sínum við manninn. Ástríður yngri hafi hlegið að því að þessi „gamli maður“ væri að tala við hana. Ástríður amma hafi haft samband við umræddan mann og sagt honum að láta barnabarn sitt vera. Hins vegar höfðu samskiptin verið meiri en móðirin og amman töldu. Náðu þau yfir ellefu daga áður en Ástríður heitin fór á hans fund.Ástríður glímdi við fíknuefnavanda frá 14 ára aldri.Lokkaði hana heim með aðeins eitt í huga „Maður sér að hún er fyrst alltaf með undanbrögð af hverju hún komist ekki; hún segist vera að fara í skólann, á fund eða samkomu, þurfi að hvíla sig, sé með barnið sitt. Í nánast öllum þessum samskiptum á hann upptökin að samtalinu. Þegar ég les þetta yfir aftur þá þá spyr maður sig: Af hverju hættir ekki helvítis maðurinn? Af hverju djöflast hann áfram. Þessi fjöldi skilaboða sýnir hvað ásetningurinn er mikill, hann er að eiga við tvítuga stúlku, fimmtugur maðurinn,“ segir amma hennar. Eftir nokkurra daga þrýsting hafi Ástríður heitin látið undan, farið til hans og fallið heima hjá honum. Í kjölfarið hafi allt verið á niðurleið hjá henni. Þær taka þó fram að þær séu ekki að kenna manninum um hvernig fór fyrir Ástríði á endanum. Þær vilja samt vekja athygli á því að þetta séu ekki alltaf menn sem sjálfir eru tengdir fíkniefnaheiminum sem séu að misnota sér neyð þessara stúlkna. Þær segja að mikilvægt sé fyrir foreldra sem eiga dætur í neyslu að skoða hverjir séu að setja sig í samband við stúlkurnar á samskiptasíðum. Í þessu tilfelli hafi verið um einbeittan ásetning að ræða þar sem maðurinn hafi áunnið sér traust hennar og lokkað svo heim til sín, gefið henni áfengi og haft aðeins eitt í huga. „Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma hennar. Samskiptin virðast hafa fjarað út eftir hittinginn. Þau spjalla aðeins lítillega saman í nokkra daga á eftir en svo virðist maðurinn hafa misst áhugann á að tala við hana.Helgarviðtalið í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01 Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01
Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03