Innlent

Hótað með hafnarboltakylfu og hnífi

Vísir/Hari
Tilkynnt var um rán í Austurborginni í nótt um klukkan þrjú. Maður nokkur hringdi í lögreglu og tilkynnti að hann hafi verið rændur við við Álfheima. Maðurinn lýsti því svo að tveir menn hafi ógnað sér, annar með hnífi og hinn með hafnaboltakylfu.

Mennirnir höfðu af honum peninga, sígarettur auk kveikjara. Þegar tækifæri gafst tókst manninum að flýja úr höndum óbótamannanna, milli húsa og upp í hverfið. Þar beið hann lögreglu. Málið er í rannsókn og hafa ræningjarnir ekki fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×