Innlent

Sprenging í efnaverksmiðju í Þýskalandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Gríðarmikill eldur logaði í verksmiðjunni eftir sprenginguna.
Gríðarmikill eldur logaði í verksmiðjunni eftir sprenginguna. Vísir/AFP
Gríðarstór sprenging varð í efnaverksmiðju í Þýskalandi í gærkvöldi, nærri Bremen. Einn hlaut alvarleg brunasár en nokkrir slösuðust einungis lítillega. Mikill eldur geysaði í verksmiðjunni eftir sprenginguna.

Slökkvilið réði niðurlögum eldsins nokkrum klukkustundum eftir sprenginguna og samkvæmd BBC voru hús í nágrenni verksmiðjunnar rýmd.

Íbúar á svæðinu segjast hafa heyrt sprenginguna í margra kílómetra fjarlægð, en ekki liggur fyrir hvað olli henni. Rannsókn stendur nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×