Innlent

Heimatibúin rauð nef

Birta Björnsdóttir skrifar
Dagur rauða nefsins er á morgun, þá hvetja samtökin UNICEF landsmenn til að setja upp rauð nef, og lýsa þar með yfir stuðningi við rétt allra barna til að lifa góðu lífi, sama hvar þau fæðast í heiminum.

Markmiðið er að safna heimsforeldrum, einstaklingum sem styðja börn á átakasvæðum með mánaðarlegum framlögum.

Í ár eru landsmenn hvattir til að búa til sín eigin rauðu nef, og það eru fáir jafn duglegir við það og nemendurnir í leikskólanum Ásum í Garðabæ. Fréttastofa Stöðvar 2 fékk að fylgjast með nokkrum stelpum föndra rauð nef, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

Stelpurnar á Ásum notuðu meðal annars pappa og plastglös við að búa til nefin sín og skörtuðu einnig rauðri málningu á nefbroddinum í tilefni dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×