Innlent

Lenti í Keflavík með sprungna framrúðu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Flugvél frá Kandadíska hernum lenti á Keflavíkurflugvelli í vikunni, með sprungna framrúðu. Nokkur viðbúnaður var á vellinum eftir að tilkynnt var um vandræði flugvélarinnar.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að um sé að ræða Orion flugvél, en þær eru sérhæfðar til kafbátaleitar. Sextán manns voru um borð.

Vélinni var lent heilu og höldnu og gekk hún mjög vel samkvæmt tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×