Innlent

Með falsað vegabréf í Keflavík

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Erlendur ferðamaður framvísaðið fölsuðu vegabréfi við komuna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum vaknaði grunur um að vegabréfið væri falsað í vegabréfahliði.

Sá grunur reyndist á rökum reistur við nánari skoðun. Vegabréfið var útgefið í Ísrael og var það grunnfalsað. Lögreglan stöðvaði för mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×