Innlent

Með kannabis í nærbuxunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Lögreglan
Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á umtalsvert magn af kannabisefnum og tóbaksblönduðu kannabis við húsleit í íbúðarhúsnæði í vikunni. Fjórir menn voru handteknir í aðgerðinni.

Einn mannanna lét lögreglumenn hafa ellefu glærar litla plastpoka með kannabis, sem hann hafði falið í nærbuxunum. Þá fannst stór plastpoki með efnum í bakpoka í íbúðinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þar að auki hafi fundist neysluáhöld, umbóðir og efnaleifar.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×