Ráðning aðstoðarmanns bæjarstjóra kom flatt upp á minnihlutann Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2014 13:19 Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrar, Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðismanna á Akureyri og Katrín Björg Ríkarðsdóttir, nýr aðstoðarmaður bæjarstjóra. Vísir/GVA Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Akureyrar, segir það hafa komið flatt upp á minnihlutann í bæjarstjórn þegar tilkynnt var um ráðningu aðstoðarmanns Eiríks Björns Björgvinssonar á bæjarstjórnarfundi í gær. Gunnar segist í samtali við Vísi sjálfur setja spurningamerki við þessa ráðstöfun. „Við eigum enn eftir að melta þetta. Við fréttum fyrst af þessu í gær. Þetta er ráðstöfun sem kemur okkur á óvart. Ég hefði viljað sjá aðra leið farna en þessa.“ Í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ segir að Katrín Björg Ríkarðsdóttirtaki við starfi aðstoðarmanns 1. október næstkomandi en fram að því hafi hún gegnt embætti framkvæmdastjóra samfélags– og mannréttindadeildar bæjarins. „Ráðning Katrínar Bjargar er tímabundin og miðast við núverandi kjörtímabil. Við starfi Katrínar Bjargar hjá samfélags– og mannréttindadeild tekur Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ. Við þessar breytingar var fyrst og fremst horft til víðtækrar reynslu og þekkingar starfsmannanna beggja,“ segir í tilkynningunni.Bæjarstjórar almennt ekki verið með aðstoðarmann Gunnar segir það almennt ekki hafa tíðkast að bæjarstjóri hafi verið með sérstakan aðstoðarmann. „Kristján Þór [Júlíusson] var með aðstoðarmann eitt kjörtímabil fyrir mörgum árum. Eiríkur var ekki með aðstoðarmann á síðasta kjörtímabili. Almennt hafa menn ekki verið með aðstoðarmann, að minnsta kosti ekki hér á Akureyri, nema þetta eina kjörtímabil svo ég muni til. Á þeim tíma var heldur ekki bæjarritari svo þetta er alveg nýtt.“ Gunnar segist setja spurningamerki við ráðningu aðstoðarmanns bæjarstjóra. „Við erum með ráðinn bæjarstjóra, sem er embættismaður. Persónulega hefði ég talið miklu eðlilegra að einhver af þremur oddvitum meirihlutaflokkanna hefði stigið upp og að formaður bæjarráðs væri þá bara í fullu starfi sem pólitískur leiðtogi með embættismönnum bæjarins. Það væri þá hann sem væri í þeirri vinnu að eiga við ríkið og fleira, miklu frekar en embættismaður. Þar væri pólitíkin að fást við pólitíkina. Eiríkur, sem er ráðinn bæjarstjóri, hefur nú ráðið sér aðstoðarmann þó það séu rauninni fullt af undirmönnum í bænum. Við hefðum talið eðlilegra að pólitíkin tæki meiri þátt í þessu daglegu starfi, til dæmis með einhverri slíkri ráðstöfun.“Óljóst um kostnað Gunnar segir minnihlutann ekki hafa fengið upplýsingar um hvað þetta mun kosta bæjarfélagið. „Við höfum heldur ekki fengið upplýsingar um hvernig þetta er hugsað til enda. Ég geri ráð fyrir að fá svör um það á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn. Það hefur enn ekki verið sýnt fram á að þarna verði um aukinn kostnað að ræða en við þurfum að hafa það í huga að ef um aukinn kostnað er að ræða þá þarf að fá tekjur fyrir því eða taka hann annars staðar úr kerfinu.“ Í tilkynningunni frá Akureyrarbæ segir að Katrín Björg hafi starfað hjá Akureyrarbæ frá árinu 2003, fyrst sem jafnréttisráðgjafi og sem framkvæmdastjóri samfélags– og mannréttindadeildar frá stofnun hennar árið 2006. Katrín Björg er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og M.Ed. gráðu í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri.Ætlað að auðvelda bæjarstjóra að vera sýnilegri Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri segir að með ráðningu Katrínar Bjargar sé ætlunin að auðvelda bæjarstjóra að vera sýnilegri og að hann geti einbeitt sér enn betur að málum sem vinna þarf framgang innan stjórnkerfisins, fylgja þeim eftir á landsvísu og gagnvart ríkisvaldinu. Í tilkynningunni segir að Sigríður Stefánsdóttir, sem tekur við starfi Katrínu Bjargar hjá samfélags– og mannréttindadeild, hafi yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af störfum innan bæjarkerfisins. Gunnar segir menn hafa velt því fyrir sér af hverju sú staða sé ekki auglýst líkt og ætlast er til af öðrum.Ekki þörf á að auglýsa stöðu Katrínar Bjargar Eiríkur Björn vísar í mannauðsstefnu bæjarins þar sem segir að ekki sé nauðsyn að auglýsa störf þegar um tímabundnar ráðningar eða tilfærslu í starfi er að ræða, að auðvelda eigi starfsfólki framgang í starfi innan bæjarkerfisins gerist þess nokkur kostur. „Þessi breyting gefur einnig tækifæri til frekari breytinga og tilfærslu á verkefnum.“ Eiríkur segir Sigríði hafa verið bæjarfulltrúa á Akureyri, deildarstjóra, sviðsstjóra og verkefnastjóra samskipta. „Með vísun til mannauðsstefnu Akureyrarbæjar og fyrri reynslu Sigríðar þótti rétt að ráða hana í starf framkvæmdastjóra samfélags– og mannréttindadeildar.“ Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Akureyrar, segir það hafa komið flatt upp á minnihlutann í bæjarstjórn þegar tilkynnt var um ráðningu aðstoðarmanns Eiríks Björns Björgvinssonar á bæjarstjórnarfundi í gær. Gunnar segist í samtali við Vísi sjálfur setja spurningamerki við þessa ráðstöfun. „Við eigum enn eftir að melta þetta. Við fréttum fyrst af þessu í gær. Þetta er ráðstöfun sem kemur okkur á óvart. Ég hefði viljað sjá aðra leið farna en þessa.“ Í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ segir að Katrín Björg Ríkarðsdóttirtaki við starfi aðstoðarmanns 1. október næstkomandi en fram að því hafi hún gegnt embætti framkvæmdastjóra samfélags– og mannréttindadeildar bæjarins. „Ráðning Katrínar Bjargar er tímabundin og miðast við núverandi kjörtímabil. Við starfi Katrínar Bjargar hjá samfélags– og mannréttindadeild tekur Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ. Við þessar breytingar var fyrst og fremst horft til víðtækrar reynslu og þekkingar starfsmannanna beggja,“ segir í tilkynningunni.Bæjarstjórar almennt ekki verið með aðstoðarmann Gunnar segir það almennt ekki hafa tíðkast að bæjarstjóri hafi verið með sérstakan aðstoðarmann. „Kristján Þór [Júlíusson] var með aðstoðarmann eitt kjörtímabil fyrir mörgum árum. Eiríkur var ekki með aðstoðarmann á síðasta kjörtímabili. Almennt hafa menn ekki verið með aðstoðarmann, að minnsta kosti ekki hér á Akureyri, nema þetta eina kjörtímabil svo ég muni til. Á þeim tíma var heldur ekki bæjarritari svo þetta er alveg nýtt.“ Gunnar segist setja spurningamerki við ráðningu aðstoðarmanns bæjarstjóra. „Við erum með ráðinn bæjarstjóra, sem er embættismaður. Persónulega hefði ég talið miklu eðlilegra að einhver af þremur oddvitum meirihlutaflokkanna hefði stigið upp og að formaður bæjarráðs væri þá bara í fullu starfi sem pólitískur leiðtogi með embættismönnum bæjarins. Það væri þá hann sem væri í þeirri vinnu að eiga við ríkið og fleira, miklu frekar en embættismaður. Þar væri pólitíkin að fást við pólitíkina. Eiríkur, sem er ráðinn bæjarstjóri, hefur nú ráðið sér aðstoðarmann þó það séu rauninni fullt af undirmönnum í bænum. Við hefðum talið eðlilegra að pólitíkin tæki meiri þátt í þessu daglegu starfi, til dæmis með einhverri slíkri ráðstöfun.“Óljóst um kostnað Gunnar segir minnihlutann ekki hafa fengið upplýsingar um hvað þetta mun kosta bæjarfélagið. „Við höfum heldur ekki fengið upplýsingar um hvernig þetta er hugsað til enda. Ég geri ráð fyrir að fá svör um það á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn. Það hefur enn ekki verið sýnt fram á að þarna verði um aukinn kostnað að ræða en við þurfum að hafa það í huga að ef um aukinn kostnað er að ræða þá þarf að fá tekjur fyrir því eða taka hann annars staðar úr kerfinu.“ Í tilkynningunni frá Akureyrarbæ segir að Katrín Björg hafi starfað hjá Akureyrarbæ frá árinu 2003, fyrst sem jafnréttisráðgjafi og sem framkvæmdastjóri samfélags– og mannréttindadeildar frá stofnun hennar árið 2006. Katrín Björg er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og M.Ed. gráðu í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri.Ætlað að auðvelda bæjarstjóra að vera sýnilegri Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri segir að með ráðningu Katrínar Bjargar sé ætlunin að auðvelda bæjarstjóra að vera sýnilegri og að hann geti einbeitt sér enn betur að málum sem vinna þarf framgang innan stjórnkerfisins, fylgja þeim eftir á landsvísu og gagnvart ríkisvaldinu. Í tilkynningunni segir að Sigríður Stefánsdóttir, sem tekur við starfi Katrínu Bjargar hjá samfélags– og mannréttindadeild, hafi yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af störfum innan bæjarkerfisins. Gunnar segir menn hafa velt því fyrir sér af hverju sú staða sé ekki auglýst líkt og ætlast er til af öðrum.Ekki þörf á að auglýsa stöðu Katrínar Bjargar Eiríkur Björn vísar í mannauðsstefnu bæjarins þar sem segir að ekki sé nauðsyn að auglýsa störf þegar um tímabundnar ráðningar eða tilfærslu í starfi er að ræða, að auðvelda eigi starfsfólki framgang í starfi innan bæjarkerfisins gerist þess nokkur kostur. „Þessi breyting gefur einnig tækifæri til frekari breytinga og tilfærslu á verkefnum.“ Eiríkur segir Sigríði hafa verið bæjarfulltrúa á Akureyri, deildarstjóra, sviðsstjóra og verkefnastjóra samskipta. „Með vísun til mannauðsstefnu Akureyrarbæjar og fyrri reynslu Sigríðar þótti rétt að ráða hana í starf framkvæmdastjóra samfélags– og mannréttindadeildar.“
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira