Innlent

Dómsmálaráðherrann Sigmundur á svæðinu en ekki forsætisráðherrann

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sigmundur Davíð mætti sem fagráðherra í umræður á Alþingi í dag. Hann er líka, og líklega betur þekktur sem, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð mætti sem fagráðherra í umræður á Alþingi í dag. Hann er líka, og líklega betur þekktur sem, forsætisráðherra. Vísir / Daníel
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mætti sem dómsmálaráðherra í umræður um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í morgun. Þetta gagnrýndu forystumenn bæði Samfylkingar og Vinstri grænna og vildu beina spurningum til hans sem forsætisráðherra. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknar, sakar stjórnarandstöðuna um að reyna að taka dagskrárvald Alþingis í sínar hendur.

„Alvarlegt þegar þingmenn lúta ekki úrskurðarvaldi forseta,“ segir Vigdís um málið á Facebook-síðu sinni í hádeginu. Þar greinir hún frá því að hún hafi óskað eftir því að málið verði tekið upp á fundi forsætisnefndar. Kristján L. Möller, einn varaforseta Alþingis, úrskurðaði svo að fagráðherra væri til svara, það er að segja dómsmálaráðherra, en ekki forsætisráðherra.



Sigmundur Davíð tók við sem ráðherra dóms- og lögreglumála eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra baðst undan hluta verkefna sinna í kjölfar ákæru saksóknara á hendur aðstoðarmanni hennar vegna lekamálsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×