Töldu skoðanir nemandans í andstöðu við stefnu skólans Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. september 2014 17:18 Guðbjörg er skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellssbæ. Skólastjórn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ reyndi að koma í veg fyrir að nemandi, sem sagðist opinberlega vera fylgjandi lögleiðingu kannabiss, byði sig fram í trúnaðarstörf fyrir nemendafélag skólans, eins og vísir greindi frá fyrr í dag.Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) fundaði með skólastjórnendum vegna ákvörðunarinnar. Úr varð að skólastjórnin hætti við bannið og gat nemandinn boðið sig fram til kosninga sem fóru fram í síðustu viku. Nemandinn vann kosninguna. Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari segir að skólastjórn hafi talið að hugmyndir og skoðanir nemandans hafi verið í andstöðu við forvarnarstefnu skólans og að hann er vera heilsueflandi framhaldsskóli. „Nemandinn er þekktur fyrir þessar skoðanir og við töldum þær vera í andstöðu við stefnu skólans.“Vissu að bannið héldi ekki Guðbjörg segir í samtali við Vísi að hún hafi vitað að bannið hefði aldrei haldið. „Við vissum að við gætum ekki haldið þessu til streitu. En við vildum láta á það reyna.“En, ef þið vissuð að bannið héldi ekki, hver var þá tilgangurinn með þessu?„Kannski var það til að þess að ræða málin, að okkur þætti þetta ekki gott. Kannski var það til þess að fá hann til að hugsa sig um og velta þessu fyrir sér. Að hugsa um hvort honum fyndist hann vera góð fyrirmynd fyrir yngstu nemendurna, 16 ára nýnemana. Nemandinn sagðist vera fylgjandi lögleiðingu kannabiss. Guðbjörg sagðist skilja að þær skoðanir þýddu ekki endilega að hann væri að tala fyrir kannabissreykingum. Margir sem eru á þeirri skoðun vilja einmitt takmarka aðgang unglinga að efninu. „En á meðan þetta er ólöglegt efni höfum við þessa afstöðu. Tveir geðlæknar komu nýlega á fund á vegum forvarnarhóps skólans sýndu þar nemendum okkar fram á að kannabissreykingar geti haft mjög alvarlegar afleiðingar.“Laufey María Jóhannsdóttir er formaður SÍF.Forræðishyggja í framhaldsskólum að aukastLaufey María Jóhannsdóttir er formaður SÍF og hún fundaði með skólastjórn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ vegna málsins. Nemandinn hafði samband við SÍF og þau funduðu með skólastjórn í umboði nemandans. „Við vorum alls ekki sátt við hvernig hún [Guðbjörg] og skólastjórnin komu fram í þessu máli. En um leið og við fórum og ræddum málin þá viðurkenndu þau að þau hefðu ekki rétt fyrir sér í málinu.“ Málið varð því nokkuð auðleyst og gat drengurinn aftur boðið sig fram. Laufey segir að forræðishyggja sé að aukast í framhaldsskólum landsins. Hún segir að í lögum standi að framhaldsskólar eigi að bera ábyrgð á nemendafélögum. Laufey telur að sú ábyrgð eigi að vera fjárhagsleg og að skólastjórnir eigi að reyna að forðast að skipta sér af einstökum málum nemendafélaganna. „Skilin eru auðvitað svolítið ógreinileg. Hluti nemenda er ekki lögráða og það virðist sem skólastjórnir séu undir auknum þrýstingi frá foreldrafélögum. Við erum að fá mikið af málum inn til okkar þar sem skólastjórnendur er að taka ósanngjarna afstöðu. Eins og í þessu máli.“ Laufey segir að einnig megi horfa til nýlegra afskipta skólastjórnenda í Flensborgarskóla á því hvaða tónlistarmenn kæmu fram á nýnemaballinu sem fór fram í vikunni. Tengdar fréttir Bannað að bjóða sig fram vegna óæskilegra skoðana Skólayfirvöldum þótti drengurinn ekki nógu góð fyrirmynd því hann hafði sett fram óæskilegar skoðanir í fíkniefnamálum. 12. september 2014 11:56 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Skólastjórn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ reyndi að koma í veg fyrir að nemandi, sem sagðist opinberlega vera fylgjandi lögleiðingu kannabiss, byði sig fram í trúnaðarstörf fyrir nemendafélag skólans, eins og vísir greindi frá fyrr í dag.Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) fundaði með skólastjórnendum vegna ákvörðunarinnar. Úr varð að skólastjórnin hætti við bannið og gat nemandinn boðið sig fram til kosninga sem fóru fram í síðustu viku. Nemandinn vann kosninguna. Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari segir að skólastjórn hafi talið að hugmyndir og skoðanir nemandans hafi verið í andstöðu við forvarnarstefnu skólans og að hann er vera heilsueflandi framhaldsskóli. „Nemandinn er þekktur fyrir þessar skoðanir og við töldum þær vera í andstöðu við stefnu skólans.“Vissu að bannið héldi ekki Guðbjörg segir í samtali við Vísi að hún hafi vitað að bannið hefði aldrei haldið. „Við vissum að við gætum ekki haldið þessu til streitu. En við vildum láta á það reyna.“En, ef þið vissuð að bannið héldi ekki, hver var þá tilgangurinn með þessu?„Kannski var það til að þess að ræða málin, að okkur þætti þetta ekki gott. Kannski var það til þess að fá hann til að hugsa sig um og velta þessu fyrir sér. Að hugsa um hvort honum fyndist hann vera góð fyrirmynd fyrir yngstu nemendurna, 16 ára nýnemana. Nemandinn sagðist vera fylgjandi lögleiðingu kannabiss. Guðbjörg sagðist skilja að þær skoðanir þýddu ekki endilega að hann væri að tala fyrir kannabissreykingum. Margir sem eru á þeirri skoðun vilja einmitt takmarka aðgang unglinga að efninu. „En á meðan þetta er ólöglegt efni höfum við þessa afstöðu. Tveir geðlæknar komu nýlega á fund á vegum forvarnarhóps skólans sýndu þar nemendum okkar fram á að kannabissreykingar geti haft mjög alvarlegar afleiðingar.“Laufey María Jóhannsdóttir er formaður SÍF.Forræðishyggja í framhaldsskólum að aukastLaufey María Jóhannsdóttir er formaður SÍF og hún fundaði með skólastjórn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ vegna málsins. Nemandinn hafði samband við SÍF og þau funduðu með skólastjórn í umboði nemandans. „Við vorum alls ekki sátt við hvernig hún [Guðbjörg] og skólastjórnin komu fram í þessu máli. En um leið og við fórum og ræddum málin þá viðurkenndu þau að þau hefðu ekki rétt fyrir sér í málinu.“ Málið varð því nokkuð auðleyst og gat drengurinn aftur boðið sig fram. Laufey segir að forræðishyggja sé að aukast í framhaldsskólum landsins. Hún segir að í lögum standi að framhaldsskólar eigi að bera ábyrgð á nemendafélögum. Laufey telur að sú ábyrgð eigi að vera fjárhagsleg og að skólastjórnir eigi að reyna að forðast að skipta sér af einstökum málum nemendafélaganna. „Skilin eru auðvitað svolítið ógreinileg. Hluti nemenda er ekki lögráða og það virðist sem skólastjórnir séu undir auknum þrýstingi frá foreldrafélögum. Við erum að fá mikið af málum inn til okkar þar sem skólastjórnendur er að taka ósanngjarna afstöðu. Eins og í þessu máli.“ Laufey segir að einnig megi horfa til nýlegra afskipta skólastjórnenda í Flensborgarskóla á því hvaða tónlistarmenn kæmu fram á nýnemaballinu sem fór fram í vikunni.
Tengdar fréttir Bannað að bjóða sig fram vegna óæskilegra skoðana Skólayfirvöldum þótti drengurinn ekki nógu góð fyrirmynd því hann hafði sett fram óæskilegar skoðanir í fíkniefnamálum. 12. september 2014 11:56 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Bannað að bjóða sig fram vegna óæskilegra skoðana Skólayfirvöldum þótti drengurinn ekki nógu góð fyrirmynd því hann hafði sett fram óæskilegar skoðanir í fíkniefnamálum. 12. september 2014 11:56