Innlent

Samgöngustofa komin undir eitt þak

Stefán Árni Pálsson skrifar
Starfsfólkið gekk fylktu liði síðdegis frá hinum þremur gömlu starfsstöðvum
Starfsfólkið gekk fylktu liði síðdegis frá hinum þremur gömlu starfsstöðvum visir/stefán
Samgöngustofa stendur þessa dagana í stórræðum þar sem starfsemin verður öll flutt í eitt húsnæði á horni Háaleitisbrautar og Ármúla.

Frá upphafi hefur stofnunin haft þrjár mismunandi starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og má kalla þetta raunverulega sameiningu þeirrar stofnana sem með lögum urðu að einni 1. júlí í fyrra.

Breytingin mun þýða aukið hagræði fyrir þá sem sækja þjónustuna auk þess að stjórnsýslan verði samhentari í samgöngugreinunum.

Í tilefni af þessum tímamótum gekk starfsfólkið fylktu liði síðdegis frá hinum þremur gömlu starfsstöðvum og hittust í nýjum höfuðstöðvum.

Í fararbroddi skrúðgöngufylkinganna voru börn úr hópi Skólahljómsveitar Austurbæjar. Einn úr hópi göngufólks var nýskipaður forstjóri Samgöngustofu, Þórólfur Árnason, sem flytur nú á kunnuglegar slóðir, í húsið sem lengi gekk undir nafninu „Skýrr-húsið“ þar sem hann var áður forstjóri.

visir/stefán
visir/stefán
visir/stefán
visir/stefán
visir/stefán
visir/stefán
visir/stefán
visir/stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×