Hækka á ellilífeyrisaldurinn um þrjú ár Hjörtur Hjartarson skrifar 15. september 2014 19:30 Nefnd á vegum félagsmálaráðherra mun á næstu vikum leggja fram róttækar tillögur um breytingar á lífeyriskerfinu. Ellilífeyrisaldurinn skal hækkaður um þrjú ár og um leið verður í boði fyrir eldri borgara að vinna lengur án þess að lífeyri þeirra skerðist. Þá er vilji til að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats þar sem atvinnutekjur skerða ekki bætur. Nefndin var skipuð í nóvember í fyrra og er Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, formaður hennar. Nefndinni var meðal annars ætlað að skoða hvernig taka mætti upp starfsgetumat í stað örorkumats. „Þar sem horft er á getu fólks en ekki vangetu og um leið endurhæfing yfir höfuð gerð möguleg því að í dag er mjög erfitt að endurhæfa mann ef hann er 75 prósent öryrki. Ef hann endurhæfist niður í 74 prósent þá missir hann allt. Slík endurhæfing á mjög erfitt uppdráttar,“ segir Pétur og bætir því við að núverandi kerfi letji öryrkja í að fara út á vinnumarkaðinn þar sem vinna og aukin starfsgeta skerði bætur. Þessu vill hann breyta. „Þeir öryrkjar sem ég hef talað við þeir kalla eftir því að hafa meiri tengsl við atvinnulífið og geta átt möguleika á því að endurhæfast og farið aftur að vinna. Það er heilmikil endurhæfing í því að fá vinnu og mæta og hafa ákveðið hlutverk í fyrirtækjum, segir Pétur“ „Mér heyrist merkilegt nokk að Íslendingar séu ekki frábitnir því að vinna lengur og mér finnst fólk vera yfirleitt jákvætt. Þetta er líka bara vegna þess að fólk lifir lengur og er sprækara. Það er ekki saman að jafna hvað sextugur maður er sprækari í dag en hann var fyrir kannski þrjátíu árum. Þannig að þetta endurspeglar aukinn lífaldur þjóðarinnar,“ segir Pétur. Nefndinni var einnig ætlað að kanna möguleikann á sveigjanlegum starfslokum og um leið gjörbreyta frítekjumarkskerfinu sem nú er við lýði. Vonir standa til að fólki bjóðist að taka hálfan lífeyri og á móti vinna hálfan daginn, án skerðingar. „Já, þetta er mjög mikil breyting og hún kostar ríkissjóð töluvert. Það er meiningin að láta hana taka gildi á einhverjum fjórum til fimm árum. En það er ljóst að ef menn ætla að halda í kerfi frítekjumarka þá kostar það óhemju.“ Áðurnefndar tillögur koma til með að kosta ríkissjóð töluvert og til að mæta þeim kostnaði verður lagt til að ellilífeyrisaldurinn verði hækkaður úr 67 árum í 70. Pétur telur ekki að sú tillaga komi til með að mæta mikilli andstöðu enda hefur þjóðfélagið breyst hratt á undanförnum árum. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Nefnd á vegum félagsmálaráðherra mun á næstu vikum leggja fram róttækar tillögur um breytingar á lífeyriskerfinu. Ellilífeyrisaldurinn skal hækkaður um þrjú ár og um leið verður í boði fyrir eldri borgara að vinna lengur án þess að lífeyri þeirra skerðist. Þá er vilji til að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats þar sem atvinnutekjur skerða ekki bætur. Nefndin var skipuð í nóvember í fyrra og er Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, formaður hennar. Nefndinni var meðal annars ætlað að skoða hvernig taka mætti upp starfsgetumat í stað örorkumats. „Þar sem horft er á getu fólks en ekki vangetu og um leið endurhæfing yfir höfuð gerð möguleg því að í dag er mjög erfitt að endurhæfa mann ef hann er 75 prósent öryrki. Ef hann endurhæfist niður í 74 prósent þá missir hann allt. Slík endurhæfing á mjög erfitt uppdráttar,“ segir Pétur og bætir því við að núverandi kerfi letji öryrkja í að fara út á vinnumarkaðinn þar sem vinna og aukin starfsgeta skerði bætur. Þessu vill hann breyta. „Þeir öryrkjar sem ég hef talað við þeir kalla eftir því að hafa meiri tengsl við atvinnulífið og geta átt möguleika á því að endurhæfast og farið aftur að vinna. Það er heilmikil endurhæfing í því að fá vinnu og mæta og hafa ákveðið hlutverk í fyrirtækjum, segir Pétur“ „Mér heyrist merkilegt nokk að Íslendingar séu ekki frábitnir því að vinna lengur og mér finnst fólk vera yfirleitt jákvætt. Þetta er líka bara vegna þess að fólk lifir lengur og er sprækara. Það er ekki saman að jafna hvað sextugur maður er sprækari í dag en hann var fyrir kannski þrjátíu árum. Þannig að þetta endurspeglar aukinn lífaldur þjóðarinnar,“ segir Pétur. Nefndinni var einnig ætlað að kanna möguleikann á sveigjanlegum starfslokum og um leið gjörbreyta frítekjumarkskerfinu sem nú er við lýði. Vonir standa til að fólki bjóðist að taka hálfan lífeyri og á móti vinna hálfan daginn, án skerðingar. „Já, þetta er mjög mikil breyting og hún kostar ríkissjóð töluvert. Það er meiningin að láta hana taka gildi á einhverjum fjórum til fimm árum. En það er ljóst að ef menn ætla að halda í kerfi frítekjumarka þá kostar það óhemju.“ Áðurnefndar tillögur koma til með að kosta ríkissjóð töluvert og til að mæta þeim kostnaði verður lagt til að ellilífeyrisaldurinn verði hækkaður úr 67 árum í 70. Pétur telur ekki að sú tillaga komi til með að mæta mikilli andstöðu enda hefur þjóðfélagið breyst hratt á undanförnum árum.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira