Innlent

Bókmenntaverðlaun til Reykjavíkur

Birta Björnsdóttir skrifar
365/Stefán
Bókmennntaverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt ár hvert höfundi bókmenntaverks á norrænu tungumáli og þykja ein virtustu bókmenntaverðlaun heims.

Norræna húsið í Reykjavík mun því héðan í frá annast daglega umsjón beggja bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en fyrir er í húsinu skrifstofa Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Aðstandendur Norræna hússins segja að hin nýja staðsetning skrifstofunnar feli í sér mikla viðurkenningu á bókmenntastarfi Norræna hússins, sem meðal annars hýsir stærsta bókasafn sinnar tegundar á Norðurlöndunum.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa sjö sinnum hlotnast íslenskum rithöfundum frá því verðlaunin voru fyrst veitt ári 1962, nú síðast  Gyrði Elíassyni árið 2011 fyrir bók hans, Milli trjánna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×