„Það er stöðugt verið að plata okkur neytendur“ Ellý Ármanns skrifar 17. september 2014 13:15 Hrönn Hjálmarsdóttir rekstarfræðingur og heilsumarkþjálfi setti meðfylgjandi mynd á Facebooksíðuna sína þar sem hún vekur athygli á sykurmagni í drykk sem hún keypti handa syni sínum. Hér má sjá skilaboðin sem hún setti með myndinni þar sem hún sýnir myndrænt svakalegt sykurmagn í drykknum:„Lét undan miklum þrýstingi og keypti Fruit Shoot handa syninum sem verðlaun en hann hefur aldrei fengið að kaupa sér svona áður. Við höfum séð marga krakka með svona og þetta lítur alveg út fyrir að vera eitthvað gott fyrir börn - eða hvað ?? Ég vissi reyndar að þarna leynist ekki nein hollusta EN... Í einni 275 ml flösku eru 28 gr af hreinum sykri. Þetta eru 7 teskeiðar .... SJÖ TESKEIÐAR SYKUR !!! Mér til mikillar gleði fannst syninum þetta vont og þetta fer í tunnuna. Enda var ekki 1 gramm af hollustu í þessari flösku. Kæru foreldrar, látum börnin okkar drekka vatn - íslenskt vatn er best í heimi.„ Meðvituð um innihaldið „Ég les allar innihaldslýsingar af þeirri ástæðu að það er stöðugt verið að plata okkur neytendur. Þekki það á eigin skinni hvað öll þessi aukaefni eru slæm fyrir okkur og þá er sykurinn oft fremstur í flokki. Hvað varðar þennan tiltekna drykk þá las ég innihaldslýsinguna áður en ég keypti en ég þekki börnin mín nokkuð vel og grunaði að þetta myndi ekki slá ég gegn. Ákvað því að gera þetta einu sinni og sýna honum svo jafnframt sykurinn sem er í drykknum,“ segir Hrönn spurð hvað fékk hana til að skoða innihaldslýsinguna á þessum tiltekna drykk. „Sonur minn er 6 ára og mjög duglegur að borða flest allan mat. Hann smakkar líka allt og mér sýnist hann vera nokkuð ánægður með mömmu sína, svona oftast. Ég kaupi til dæmis engar mjólkurvörur handa börnunum með viðbættum sykri. Hef eingöngu hreina jógúrt og AB mjólk ef þau vilja svoleiðis í morgunmat og bæti frekar sjálf sætu við ef þarf,“ segir hún.Sykurneysla á Íslandi skelfilega mikil Þegar talið berst að sykri og sykurneyslu hér á landi segir Hrönn: “Sykurneysla á Íslandi er alveg skelfilega mikil og sennilega einn stærsti skaðvaldurinn þegar kemur að heilsufari okkar. Það sem við getum gert held ég er fyrst og fremst að hætta að drekka sykraða gosdrykki og safa en rúmlega fjórðungur sykurneyslu okkar kemur úr sykruðum drykkjum.“ „Einnig eigum við að vera vakandi og lesa á umbúðir og forðast þannig viðbættan sykur. Þannig er kannski hægt að leyfa sér eitthvað gott annað slagið með góðri samvisku. Ég get lengi haldið áfram til dæmis hvað varðar sykurneyslu barna en samkvæmt Neytendasamtökunum borða leikskólabörn að meðaltali 54 gr af sykri á dag en það er um 19 kg á ári. Það á enginn að borða þyngd sína í sykri árlega það vitum við.“ „Svo er líka afar slæmt fyrir börn að fá sætan morgunmat því það hefur áhrif á einbeitingu við lærdóminn þegar líður á morguninn og blóðsykurinn fer að lækka. Við eigum ekki að láta framleiðendur fara illa með okkur og okkar vopn er að sniðganga þær vörur sem eru fullar af sykri.“Vefsíða Hrannar. Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
Hrönn Hjálmarsdóttir rekstarfræðingur og heilsumarkþjálfi setti meðfylgjandi mynd á Facebooksíðuna sína þar sem hún vekur athygli á sykurmagni í drykk sem hún keypti handa syni sínum. Hér má sjá skilaboðin sem hún setti með myndinni þar sem hún sýnir myndrænt svakalegt sykurmagn í drykknum:„Lét undan miklum þrýstingi og keypti Fruit Shoot handa syninum sem verðlaun en hann hefur aldrei fengið að kaupa sér svona áður. Við höfum séð marga krakka með svona og þetta lítur alveg út fyrir að vera eitthvað gott fyrir börn - eða hvað ?? Ég vissi reyndar að þarna leynist ekki nein hollusta EN... Í einni 275 ml flösku eru 28 gr af hreinum sykri. Þetta eru 7 teskeiðar .... SJÖ TESKEIÐAR SYKUR !!! Mér til mikillar gleði fannst syninum þetta vont og þetta fer í tunnuna. Enda var ekki 1 gramm af hollustu í þessari flösku. Kæru foreldrar, látum börnin okkar drekka vatn - íslenskt vatn er best í heimi.„ Meðvituð um innihaldið „Ég les allar innihaldslýsingar af þeirri ástæðu að það er stöðugt verið að plata okkur neytendur. Þekki það á eigin skinni hvað öll þessi aukaefni eru slæm fyrir okkur og þá er sykurinn oft fremstur í flokki. Hvað varðar þennan tiltekna drykk þá las ég innihaldslýsinguna áður en ég keypti en ég þekki börnin mín nokkuð vel og grunaði að þetta myndi ekki slá ég gegn. Ákvað því að gera þetta einu sinni og sýna honum svo jafnframt sykurinn sem er í drykknum,“ segir Hrönn spurð hvað fékk hana til að skoða innihaldslýsinguna á þessum tiltekna drykk. „Sonur minn er 6 ára og mjög duglegur að borða flest allan mat. Hann smakkar líka allt og mér sýnist hann vera nokkuð ánægður með mömmu sína, svona oftast. Ég kaupi til dæmis engar mjólkurvörur handa börnunum með viðbættum sykri. Hef eingöngu hreina jógúrt og AB mjólk ef þau vilja svoleiðis í morgunmat og bæti frekar sjálf sætu við ef þarf,“ segir hún.Sykurneysla á Íslandi skelfilega mikil Þegar talið berst að sykri og sykurneyslu hér á landi segir Hrönn: “Sykurneysla á Íslandi er alveg skelfilega mikil og sennilega einn stærsti skaðvaldurinn þegar kemur að heilsufari okkar. Það sem við getum gert held ég er fyrst og fremst að hætta að drekka sykraða gosdrykki og safa en rúmlega fjórðungur sykurneyslu okkar kemur úr sykruðum drykkjum.“ „Einnig eigum við að vera vakandi og lesa á umbúðir og forðast þannig viðbættan sykur. Þannig er kannski hægt að leyfa sér eitthvað gott annað slagið með góðri samvisku. Ég get lengi haldið áfram til dæmis hvað varðar sykurneyslu barna en samkvæmt Neytendasamtökunum borða leikskólabörn að meðaltali 54 gr af sykri á dag en það er um 19 kg á ári. Það á enginn að borða þyngd sína í sykri árlega það vitum við.“ „Svo er líka afar slæmt fyrir börn að fá sætan morgunmat því það hefur áhrif á einbeitingu við lærdóminn þegar líður á morguninn og blóðsykurinn fer að lækka. Við eigum ekki að láta framleiðendur fara illa með okkur og okkar vopn er að sniðganga þær vörur sem eru fullar af sykri.“Vefsíða Hrannar.
Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira