Líkur á gosi í Bárðarbungu: "Einhvers staðar þarf þetta drasl að komast upp" Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2014 17:15 Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. „Það eru meiri en minni líkur á því að það verði gos í Bárðarbungu,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingurinn, í samtali við Vísi. Hann segir einnig að gos sé hafið í Bárðarbungu þar sem Holuhraun sé í raun og veru í Bárðarbungu. „Það er hafin ákveðin goshrina á svæðinu og því ákveðnar líkur á því að það verði gos í jöklinum. Gosið í Holuhrauni hefur ekki undan og einhvers staðar þarf þetta drasl að komast upp,“ segir Ármann sem sat á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Vopnafirði í dag. Ef stórt gos yrði í Bárðarbungu gætu afleiðingarnar verið margvíslegar. „Þá yrði flóð, líklegast til norðurs og hinsvegar yrði töluvert öskufall. Það gæti skapast svipað ástand og þegar gosið var í Eyjafjallajökli en þetta fer aðallega eftir því hvert vindáttin fer.“ Ármann segir gríðarlega mikilvægt að allar viðbragðsáætlanir séu tilbúnar hjá Almannavarnarnefnd á svæðinu. „Það gengur ekki að fólk vakni einn daginn, askan tekinn að falla og allt fer í fár. Menn verða að vera viðbúnir og það var það sem ég talaði um á þessum fundi í dag.“ Ef gos hefst í öskjunni á Bárðarbungu mun það trufla flugumferð yfir Atlantshafið. „Það er alveg klárt mál að það mun hafa áhrif á flugumferð en hversu mikið fer aðallega eftir því hversu fín askan er og hversu kröftugt gosið er.“ Ármann segir að gos í Bárðarbungu mun hrinda af stað hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum. „Flóðið mun taka af vegi og rafmagnslínur eins og við þekkjum vel í sögunni. Það væri ekkert nýtt en eins og ég sagði svo oft á fundinum þá snýst þetta allt saman um viðbragðáætlanir og það er það sem fólk þarf að hafa hugfast.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Mengun líkleg frá Mývatnssveit að Vopnafirði Hæsti toppur gasmengunar á Mývatnssveit var 1.250 míkrógrömm í rúmmetra. 15. september 2014 17:51 Ný sigdæld við Dyngjujökul Nokkuð djúp sigdæld hefur myndast við Dyngjujökul sem er um eins kílómeters löng. 4. september 2014 10:33 Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 8. september 2014 15:30 Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi. 18. september 2014 11:58 Flatarmál hraunsins samsvarar Reykjavík vestan Ártúnsbrekku Hraunið hefur runnið 420 metra frá því síðdegis í gær. 8. september 2014 10:56 Fjörutíu skjálftar mældust í nótt Virkni á gosstöðvunum sögð svipuð og í gær. 14. september 2014 09:15 Svona leit gosið út í gærkvöldi Leifur Welding innahúshönnuður náði meðfylgjandi myndbandi af gosstöðvunum við Holuhraun í gær. 17. september 2014 10:07 Lokað fyrir aðgang að gossvæðinu Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að lokunin muni vara á meðan gasmengunin er jafn mikil og raun ber vitni. 14. september 2014 12:36 Gosferðir frá Akureyri og Hrauneyjum Til stendur að bjóða upp á þyrluferðir yfir eldgosið í Holuhrauni frá Akureyri og Hrauneyjum við Sprengisandsveg. Ferðalagið kostar um 130 þúsund krónur. 9. september 2014 07:00 Magnaðar myndir NASA af eldgosinu Sýna bláleitan gosmökk og glóandi hraun. 11. september 2014 14:21 Útsýnisflug yfir Holuhraun gríðarlega vinsælt Erlendir ferðamenn vilja ólmir skoða eldgosið. 4. september 2014 12:11 Fjölmiðlar flytji ekki hræðsluáróður Íslandsstofa leggur mikla áherslu á að erlendir ferðamenn hætti ekki við að koma til Íslands vegna eldgossins í Holuhrauni. Æsifréttamennska í tengslum við gosið sé ekki heppileg. 5. september 2014 09:45 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Það eru meiri en minni líkur á því að það verði gos í Bárðarbungu,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingurinn, í samtali við Vísi. Hann segir einnig að gos sé hafið í Bárðarbungu þar sem Holuhraun sé í raun og veru í Bárðarbungu. „Það er hafin ákveðin goshrina á svæðinu og því ákveðnar líkur á því að það verði gos í jöklinum. Gosið í Holuhrauni hefur ekki undan og einhvers staðar þarf þetta drasl að komast upp,“ segir Ármann sem sat á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Vopnafirði í dag. Ef stórt gos yrði í Bárðarbungu gætu afleiðingarnar verið margvíslegar. „Þá yrði flóð, líklegast til norðurs og hinsvegar yrði töluvert öskufall. Það gæti skapast svipað ástand og þegar gosið var í Eyjafjallajökli en þetta fer aðallega eftir því hvert vindáttin fer.“ Ármann segir gríðarlega mikilvægt að allar viðbragðsáætlanir séu tilbúnar hjá Almannavarnarnefnd á svæðinu. „Það gengur ekki að fólk vakni einn daginn, askan tekinn að falla og allt fer í fár. Menn verða að vera viðbúnir og það var það sem ég talaði um á þessum fundi í dag.“ Ef gos hefst í öskjunni á Bárðarbungu mun það trufla flugumferð yfir Atlantshafið. „Það er alveg klárt mál að það mun hafa áhrif á flugumferð en hversu mikið fer aðallega eftir því hversu fín askan er og hversu kröftugt gosið er.“ Ármann segir að gos í Bárðarbungu mun hrinda af stað hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum. „Flóðið mun taka af vegi og rafmagnslínur eins og við þekkjum vel í sögunni. Það væri ekkert nýtt en eins og ég sagði svo oft á fundinum þá snýst þetta allt saman um viðbragðáætlanir og það er það sem fólk þarf að hafa hugfast.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Mengun líkleg frá Mývatnssveit að Vopnafirði Hæsti toppur gasmengunar á Mývatnssveit var 1.250 míkrógrömm í rúmmetra. 15. september 2014 17:51 Ný sigdæld við Dyngjujökul Nokkuð djúp sigdæld hefur myndast við Dyngjujökul sem er um eins kílómeters löng. 4. september 2014 10:33 Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 8. september 2014 15:30 Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi. 18. september 2014 11:58 Flatarmál hraunsins samsvarar Reykjavík vestan Ártúnsbrekku Hraunið hefur runnið 420 metra frá því síðdegis í gær. 8. september 2014 10:56 Fjörutíu skjálftar mældust í nótt Virkni á gosstöðvunum sögð svipuð og í gær. 14. september 2014 09:15 Svona leit gosið út í gærkvöldi Leifur Welding innahúshönnuður náði meðfylgjandi myndbandi af gosstöðvunum við Holuhraun í gær. 17. september 2014 10:07 Lokað fyrir aðgang að gossvæðinu Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að lokunin muni vara á meðan gasmengunin er jafn mikil og raun ber vitni. 14. september 2014 12:36 Gosferðir frá Akureyri og Hrauneyjum Til stendur að bjóða upp á þyrluferðir yfir eldgosið í Holuhrauni frá Akureyri og Hrauneyjum við Sprengisandsveg. Ferðalagið kostar um 130 þúsund krónur. 9. september 2014 07:00 Magnaðar myndir NASA af eldgosinu Sýna bláleitan gosmökk og glóandi hraun. 11. september 2014 14:21 Útsýnisflug yfir Holuhraun gríðarlega vinsælt Erlendir ferðamenn vilja ólmir skoða eldgosið. 4. september 2014 12:11 Fjölmiðlar flytji ekki hræðsluáróður Íslandsstofa leggur mikla áherslu á að erlendir ferðamenn hætti ekki við að koma til Íslands vegna eldgossins í Holuhrauni. Æsifréttamennska í tengslum við gosið sé ekki heppileg. 5. september 2014 09:45 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Mengun líkleg frá Mývatnssveit að Vopnafirði Hæsti toppur gasmengunar á Mývatnssveit var 1.250 míkrógrömm í rúmmetra. 15. september 2014 17:51
Ný sigdæld við Dyngjujökul Nokkuð djúp sigdæld hefur myndast við Dyngjujökul sem er um eins kílómeters löng. 4. september 2014 10:33
Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 8. september 2014 15:30
Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi. 18. september 2014 11:58
Flatarmál hraunsins samsvarar Reykjavík vestan Ártúnsbrekku Hraunið hefur runnið 420 metra frá því síðdegis í gær. 8. september 2014 10:56
Fjörutíu skjálftar mældust í nótt Virkni á gosstöðvunum sögð svipuð og í gær. 14. september 2014 09:15
Svona leit gosið út í gærkvöldi Leifur Welding innahúshönnuður náði meðfylgjandi myndbandi af gosstöðvunum við Holuhraun í gær. 17. september 2014 10:07
Lokað fyrir aðgang að gossvæðinu Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að lokunin muni vara á meðan gasmengunin er jafn mikil og raun ber vitni. 14. september 2014 12:36
Gosferðir frá Akureyri og Hrauneyjum Til stendur að bjóða upp á þyrluferðir yfir eldgosið í Holuhrauni frá Akureyri og Hrauneyjum við Sprengisandsveg. Ferðalagið kostar um 130 þúsund krónur. 9. september 2014 07:00
Útsýnisflug yfir Holuhraun gríðarlega vinsælt Erlendir ferðamenn vilja ólmir skoða eldgosið. 4. september 2014 12:11
Fjölmiðlar flytji ekki hræðsluáróður Íslandsstofa leggur mikla áherslu á að erlendir ferðamenn hætti ekki við að koma til Íslands vegna eldgossins í Holuhrauni. Æsifréttamennska í tengslum við gosið sé ekki heppileg. 5. september 2014 09:45