Innlent

Líkur á gosi í Bárðarbungu: "Einhvers staðar þarf þetta drasl að komast upp"

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur.
Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur.
„Það eru meiri en minni líkur á því að það verði gos í Bárðarbungu,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingurinn, í samtali við Vísi.

Hann segir einnig að gos sé hafið í Bárðarbungu þar sem Holuhraun sé í raun og veru í Bárðarbungu.

„Það er hafin ákveðin goshrina á svæðinu og því ákveðnar líkur á því að það verði gos í jöklinum. Gosið í Holuhrauni hefur ekki undan og einhvers staðar þarf þetta drasl að komast upp,“ segir Ármann sem sat á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Vopnafirði í dag.

Ef stórt gos yrði í Bárðarbungu gætu afleiðingarnar verið margvíslegar.

„Þá yrði flóð, líklegast til norðurs og hinsvegar yrði töluvert öskufall. Það gæti skapast svipað ástand og þegar gosið var í Eyjafjallajökli en þetta fer aðallega eftir því hvert vindáttin fer.“

Ármann segir gríðarlega mikilvægt að allar viðbragðsáætlanir séu tilbúnar hjá Almannavarnarnefnd á svæðinu.

„Það gengur ekki að fólk vakni einn daginn, askan tekinn að falla og allt fer í fár. Menn verða að vera viðbúnir og það var það sem ég talaði um á þessum fundi í dag.“

Ef gos hefst í öskjunni á Bárðarbungu mun það trufla flugumferð yfir Atlantshafið.

„Það er alveg klárt mál að það mun hafa áhrif á flugumferð en hversu mikið fer aðallega eftir því hversu fín askan er og hversu kröftugt gosið er.“

Ármann segir að gos í Bárðarbungu mun hrinda af stað hamfaraflóði í Jökulsá á Fjöllum.

„Flóðið mun taka af vegi og rafmagnslínur eins og við þekkjum vel í sögunni. Það væri ekkert nýtt en eins og ég sagði svo oft á fundinum þá snýst þetta allt saman um viðbragðáætlanir og það er það sem fólk þarf að hafa hugfast.“


Tengdar fréttir

Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar

Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík.

Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi

Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi.

Lokað fyrir aðgang að gossvæðinu

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að lokunin muni vara á meðan gasmengunin er jafn mikil og raun ber vitni.

Gosferðir frá Akureyri og Hrauneyjum

Til stendur að bjóða upp á þyrluferðir yfir eldgosið í Holuhrauni frá Akureyri og Hrauneyjum við Sprengisandsveg. Ferðalagið kostar um 130 þúsund krónur.

Fjölmiðlar flytji ekki hræðsluáróður

Íslandsstofa leggur mikla áherslu á að erlendir ferðamenn hætti ekki við að koma til Íslands vegna eldgossins í Holuhrauni. Æsifréttamennska í tengslum við gosið sé ekki heppileg.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.