Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2025 20:05 Sævar Helgason, skólastjóri (fyrir miðju), ásamt Pétri G. Markan, bæjarstjóra Hveragerðisbæjar (t.v.) og Magnúsi Þór Jónssyni, formanni Kennarasambands Íslands þegar opna húsið var í skólanum 17. október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er á meðal starfsmanna og nemenda Grunnskóla Hveragerðis með nýja viðbyggingu við skólann þar sem nýr og glæsilegur matsalur er hluti af byggingunni. Viðbyggingin kostaði um einn milljarða króna. Ókeypis hafragrautur er í boði fyrir nemendur alla morgna í skólanum. Það var hátíðarathöfn í skólanum föstudaginn 17. október því þá var bæjarbúum og öðrum gestum boðið að koma í opið hús og skoða nýju viðbygginguna og annað sem henni tengist. „Við erum komin með matsal núna, sem ekki var áður, við vorum bara í miðrími að borða. Þetta er orðin stór skóli á íslenskan mælikvarða en það eru tæplega 500 nemendur í skólanum,“ segir Sævar Helgason skólastjóri og bætir við. „Við höfum fengið níu kennslustofur í þessum tveimur áföngum og aðstöðu fyrir sér- og stuðningskennslu. Aðstöðu fyrir sérfræðinga eins og sálfræðing, iðjuþjálfa, talmeinafræðing og hjúkrunarfræðing.“ „Þessi bygging er ekki fullbyggð, það eru eftir fjórði og fimmti áfangi, það er eftir textílhúsið og iðnmenntunin og svo önnur viðbygging með fleiri stofum, þannig að við erum hvergi nærri hætt,“ segir Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Fjöldi gesta mætti í opna húsið í skólanum föstudaginn 17. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja byggingin kostaði um einn milljarð króna. „Það skiptir miklu máli að setja fjármuni í menntakerfið, í fólkið okkar því þetta er auðvitað fólkið okkar og börnin okkar framtíðin. Það skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs. Hluti af nýju viðbyggingunni við Grunnskóla Hveragerðis. Verktaki var verktakafyrirtækið Stéttarfélagið. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hver króna kemur margfalt til baka, ég myndi giska á 16 krónur til baka fyrir hverja krónu, sem við setjum í börnin okkar, það er bara þannig,“ bætir Sandra við. Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar (t.v.) og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður bæjarráðs, sem eru mjög ánægðar með nýju aðstöðuna í skólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segja nemendur um skólann sinn? „Bara geggjaður skóli“, segir Elísabet Þóra Óðinsdóttir, nemandi í 5. bekk og það tekur Kolfinna S. Fríðudóttir, sem er líka í 5.bekk undir. „Já, hann er mjög skemmtilegur“. Og það sem meira er, nemendur fá ókeypis hafragraut í byrjun hvers skóladags. „Já við förum oft í hafragraut, hann er mjög góður“, segja þær Elísabet og Kolfinna. Elísabet Þóra Óðinsdóttir (t.v.) og Kolfinna S. Fríðudóttir nemendur í 5. bekk, sem hrósa skólanum sínum í hástert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi hvatningarorð frá skólastjóranum í lokin. „Já, bara að hvetja fólk að tala fallega um skólann sinn og skoða það góða starf, sem er í öllum skólum á Íslandi. Það er margt, sem þarf að laga og margt, sem má bæta en heild yfir erum við á flottri leið,“ segir Sævar. Ókeypis hafragrautur er mjög vinsæll í skólanum hjá nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Það var hátíðarathöfn í skólanum föstudaginn 17. október því þá var bæjarbúum og öðrum gestum boðið að koma í opið hús og skoða nýju viðbygginguna og annað sem henni tengist. „Við erum komin með matsal núna, sem ekki var áður, við vorum bara í miðrími að borða. Þetta er orðin stór skóli á íslenskan mælikvarða en það eru tæplega 500 nemendur í skólanum,“ segir Sævar Helgason skólastjóri og bætir við. „Við höfum fengið níu kennslustofur í þessum tveimur áföngum og aðstöðu fyrir sér- og stuðningskennslu. Aðstöðu fyrir sérfræðinga eins og sálfræðing, iðjuþjálfa, talmeinafræðing og hjúkrunarfræðing.“ „Þessi bygging er ekki fullbyggð, það eru eftir fjórði og fimmti áfangi, það er eftir textílhúsið og iðnmenntunin og svo önnur viðbygging með fleiri stofum, þannig að við erum hvergi nærri hætt,“ segir Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Fjöldi gesta mætti í opna húsið í skólanum föstudaginn 17. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja byggingin kostaði um einn milljarð króna. „Það skiptir miklu máli að setja fjármuni í menntakerfið, í fólkið okkar því þetta er auðvitað fólkið okkar og börnin okkar framtíðin. Það skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs. Hluti af nýju viðbyggingunni við Grunnskóla Hveragerðis. Verktaki var verktakafyrirtækið Stéttarfélagið. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hver króna kemur margfalt til baka, ég myndi giska á 16 krónur til baka fyrir hverja krónu, sem við setjum í börnin okkar, það er bara þannig,“ bætir Sandra við. Sandra Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar (t.v.) og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður bæjarráðs, sem eru mjög ánægðar með nýju aðstöðuna í skólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segja nemendur um skólann sinn? „Bara geggjaður skóli“, segir Elísabet Þóra Óðinsdóttir, nemandi í 5. bekk og það tekur Kolfinna S. Fríðudóttir, sem er líka í 5.bekk undir. „Já, hann er mjög skemmtilegur“. Og það sem meira er, nemendur fá ókeypis hafragraut í byrjun hvers skóladags. „Já við förum oft í hafragraut, hann er mjög góður“, segja þær Elísabet og Kolfinna. Elísabet Þóra Óðinsdóttir (t.v.) og Kolfinna S. Fríðudóttir nemendur í 5. bekk, sem hrósa skólanum sínum í hástert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þessi hvatningarorð frá skólastjóranum í lokin. „Já, bara að hvetja fólk að tala fallega um skólann sinn og skoða það góða starf, sem er í öllum skólum á Íslandi. Það er margt, sem þarf að laga og margt, sem má bæta en heild yfir erum við á flottri leið,“ segir Sævar. Ókeypis hafragrautur er mjög vinsæll í skólanum hjá nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira