Hraunið nú rúmir sex ferkílómetrar Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2014 21:04 Eldgosið heldur áfram þó það virðist hafa dregið lítillega úr virkninni frá því sem var í gær. Vísir/Egill „Hraunið þekur nú rúma sex ferkílómetra en þeir voru um fjórir í gær,“ segir Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur Veðurstofunnar í samtali við Vísi í kvöld. Hann segir flesta skjálftana í dag hafa verið við bergganginn við norðurbrún Dyngjujökuls. „Skjálftunum hefur fækkað og þeir minnkað. Þeir eru orðnir um 450 frá miðnætti. Flestir skjálftarnir eru við bergganginn við Dyngjujökul þó að einhverjir séu líka við Herðubreið.“ Gunnar segir að hraunið eigi enn töluverða leið að Jökulsánni, og eru nú um fimm eða sex kílómetrar að meginkvíslinni. „Það eru þó minni kvíslir á leiðinni. Þegar hraunið fer í vatn er líklegra að verði meiri sprengingar. Það tekur hins vegar tíma fyrir hraunið að komast að jökulsánni. Það fer eftir magninu. Ef gosið verður marga daga má alveg búast við að hraunið nái þangað.“ Gunnar segir að mælingar vísindamanna Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hafi sýnt að frá klukkan tvö í dag hafi hraunið verið að hlaðast upp við jaðra hraunsins, frekar en að breiðast út. Það hefur því þykknað.“ Eldgosið heldur áfram þó það virðist hafa dregið lítillega úr virkninni frá því sem var í gær. Í tilkynningu frá Veðurstofunni frá því fyrr í dag segir að ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvert framhaldið verður. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný norðan Dyngjujökuls, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir. Bárðarbunga Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
„Hraunið þekur nú rúma sex ferkílómetra en þeir voru um fjórir í gær,“ segir Gunnar B. Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur Veðurstofunnar í samtali við Vísi í kvöld. Hann segir flesta skjálftana í dag hafa verið við bergganginn við norðurbrún Dyngjujökuls. „Skjálftunum hefur fækkað og þeir minnkað. Þeir eru orðnir um 450 frá miðnætti. Flestir skjálftarnir eru við bergganginn við Dyngjujökul þó að einhverjir séu líka við Herðubreið.“ Gunnar segir að hraunið eigi enn töluverða leið að Jökulsánni, og eru nú um fimm eða sex kílómetrar að meginkvíslinni. „Það eru þó minni kvíslir á leiðinni. Þegar hraunið fer í vatn er líklegra að verði meiri sprengingar. Það tekur hins vegar tíma fyrir hraunið að komast að jökulsánni. Það fer eftir magninu. Ef gosið verður marga daga má alveg búast við að hraunið nái þangað.“ Gunnar segir að mælingar vísindamanna Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hafi sýnt að frá klukkan tvö í dag hafi hraunið verið að hlaðast upp við jaðra hraunsins, frekar en að breiðast út. Það hefur því þykknað.“ Eldgosið heldur áfram þó það virðist hafa dregið lítillega úr virkninni frá því sem var í gær. Í tilkynningu frá Veðurstofunni frá því fyrr í dag segir að ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvert framhaldið verður. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný norðan Dyngjujökuls, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.
Bárðarbunga Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira