Enski boltinn

Kompany meiddist á æfingu með Belgíu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Vincent Kompany í leik með Belgíu.
Vincent Kompany í leik með Belgíu. vísir/getty
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, æfði ekki með belgíska landsliðinu í knattspyrnu í dag fyrir vináttuleik þess gegn Ástralíu annað kvöld.

„Enginn Vincent Kompany á æfingu í dag. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem kálfinn á honum verður myndaður. Við bíðum nú eftir niðurstöðu,“ sagði MarcWilmots, þjálfari Belgíu, á Twitter.

Óvíst er hvort Kompany verði lengi frá vegna meiðslanna eða hversu alvarleg þau eru. Það yrði augljóslega mikið áfall fyrir City að vera án fyrirliða síns til lengri tíma.

Enska úrvalsdeildin er í stuttu fríi núna vegna landsleikjahlés, en þegar City-liðið kemur aftur saman taka við erfiðir átta daga.

Man. City heimsækir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni annan laugardag, mætir svo Bayern München í Meistaradeildinni nokkrum dögum síðar og eftir það er annar stórleikur gegn Chelsea á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×