Innlent

Hundur fannst í ruslagámi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Einhverjir áverkar voru á hundinum og telur lögregla að ekið hafi verið á hann.
Einhverjir áverkar voru á hundinum og telur lögregla að ekið hafi verið á hann. vísir/pjetur
Stór Border Collie hundur fannst í vikunni í ruslagámi við sumarbústaðabyggð norðan Borgarness í vikunni. Greint er frá því á vefnum Skessuhorn.is að eigandi eins sumarhúss á svæðinu hafi ætlað að kasta rusli í gáminn en þá heyrt þungan andardrátt í gámnum og þorði hann ekki að kanna það nánar. Í ljós kom að í strigapoka var hundur af Border Collie tegund. Hundurinn var enn lifandi en án meðvitundar.

Einhverjir áverkar voru á hundinum og telur lögregla að ekið hafi verið á hann.  Var hann aflífaður en ekki hefur verið upplýst hver eigandi hans var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×