Vörubílstjóri keyrði inn í þvögu hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu Andri Ólafsson skrifar 23. ágúst 2014 16:12 Vörubílstjóri frá Eimskip reitti marga hlaupara til reiði í dag þegar hann reyndi að keyra inn á hlaupaleið í Klettagörðum í morgun. Vegfarandi segir að hætta hafi skapast við þetta en atvikið náðist á myndband sem má sjá hér fyrir neðan. Hlaupaleiðin í maraþoni og hálfmaraþoni liggur um Klettagarða. Nokkur þúsund hlauparar áttu því leið þar um í morgun þegar vörubílstjórinn sem sést í myndbandinu reynir að keyra þar í gegn. Bílstjórinn var sjálfur að koma af bílastæði Flytjanda. Eins og sést á myndbandinu reyndi bílstjórinn að mjaka sér inn í götuna, í gegn um stöðugun straum hlaupara, við misjafna hrifningu þátttakenda. „Fólk var að garga á hann og berja í bílinn,“ segir Baldur Þórir Baldursson, sem varð vitni að atvikinu og tók það upp á myndband. Hann segir að margir hlauparar hafi verið afar ósáttir við bílstjórann. Enda stórhættulegt að aka vörubíl út í svona þvögu af fólki. „Þetta var alveg vonlaust dæmi. Ég skil ekki hvað bílstjórinn var að reyna þetta,“ segir hann. Baldur segir að bílstjórinn hafi á endanum komist af bílastæðinu og í gegn um þvöguna. Það hafi þó tekið um tíu mínútur. Þá hafi hann stoppað við næsta vegatálma og æst sig við sjálfboðaliða sem þar stóð og passaði upp á umferð. Baldur segir að réttast hefði verið fyrir bílstjórann að bíða rólegur á meðan hlaupararnir kláruðu að hlaupa þarna í gegn í staðinn fyrir að skapa hættu eins og hann gerði. „Þetta Reykjavíkurmaraþon er einu sinni á ári. Hlaupaleiðir eru vel auglýstar og þær ættu ekki að koma neinum á óvart,“ segir Baldur. Eimskip hafa beðist afsökunar á akstri bílstjóra síns líkt og lesa má um í fréttinni að neðan. Post by Baldur Þórir Baldursson. Tengdar fréttir Eimskip biðst afsökunar: Búnir að ræða við bílstjórann "Þetta er afar óheppilegt. Við erum búnir að ræða við bílstórann og erum að skoða þetta atvik,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi hjá Eimskip um atvik sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. 23. ágúst 2014 17:38 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Vörubílstjóri frá Eimskip reitti marga hlaupara til reiði í dag þegar hann reyndi að keyra inn á hlaupaleið í Klettagörðum í morgun. Vegfarandi segir að hætta hafi skapast við þetta en atvikið náðist á myndband sem má sjá hér fyrir neðan. Hlaupaleiðin í maraþoni og hálfmaraþoni liggur um Klettagarða. Nokkur þúsund hlauparar áttu því leið þar um í morgun þegar vörubílstjórinn sem sést í myndbandinu reynir að keyra þar í gegn. Bílstjórinn var sjálfur að koma af bílastæði Flytjanda. Eins og sést á myndbandinu reyndi bílstjórinn að mjaka sér inn í götuna, í gegn um stöðugun straum hlaupara, við misjafna hrifningu þátttakenda. „Fólk var að garga á hann og berja í bílinn,“ segir Baldur Þórir Baldursson, sem varð vitni að atvikinu og tók það upp á myndband. Hann segir að margir hlauparar hafi verið afar ósáttir við bílstjórann. Enda stórhættulegt að aka vörubíl út í svona þvögu af fólki. „Þetta var alveg vonlaust dæmi. Ég skil ekki hvað bílstjórinn var að reyna þetta,“ segir hann. Baldur segir að bílstjórinn hafi á endanum komist af bílastæðinu og í gegn um þvöguna. Það hafi þó tekið um tíu mínútur. Þá hafi hann stoppað við næsta vegatálma og æst sig við sjálfboðaliða sem þar stóð og passaði upp á umferð. Baldur segir að réttast hefði verið fyrir bílstjórann að bíða rólegur á meðan hlaupararnir kláruðu að hlaupa þarna í gegn í staðinn fyrir að skapa hættu eins og hann gerði. „Þetta Reykjavíkurmaraþon er einu sinni á ári. Hlaupaleiðir eru vel auglýstar og þær ættu ekki að koma neinum á óvart,“ segir Baldur. Eimskip hafa beðist afsökunar á akstri bílstjóra síns líkt og lesa má um í fréttinni að neðan. Post by Baldur Þórir Baldursson.
Tengdar fréttir Eimskip biðst afsökunar: Búnir að ræða við bílstjórann "Þetta er afar óheppilegt. Við erum búnir að ræða við bílstórann og erum að skoða þetta atvik,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi hjá Eimskip um atvik sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. 23. ágúst 2014 17:38 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Eimskip biðst afsökunar: Búnir að ræða við bílstjórann "Þetta er afar óheppilegt. Við erum búnir að ræða við bílstórann og erum að skoða þetta atvik,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi hjá Eimskip um atvik sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. 23. ágúst 2014 17:38