Aukinn órói undir Dyngjujökli Sveinn Arnarsson skrifar 24. ágúst 2014 08:20 Dyngjujökull í gærkvöldi. Engin merki um eldgos. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem virknin undir Dyngjujökli hafi verið að færast í aukana síðustu klukkustundir. Enn sé kvika ekki búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Aukinn órói hefur mælst á mælum Veðurstofunnar eftir tvo stóra skjálfta í Bárðarbungu. Fjöldi skjálfta í berggangnum undir Dyngjujökli hefur einnig verið mikill í nótt. Í samtali við blaðamann Vísis nú í morgun segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, að virknin sé að færast í aukana og ekkert lát sé á þeirri virkni. „Það er enn mikil virkni undir Dyngjujökli. Við erum að skoða óróamæla og lesa út úr þeim með vísindamönnum. Það er ekkert sem gefur til kynna nú að eldgos sé að hefjast."Hér er hægt að sjá óróamæli sem staðsettur er á Dyngjuhálsi. Þar kemur fram að óróinn nú í morgun er síst minni en þegar Veðurstofan gaf út að gos væri hafið í Dyngjujökli. Víðir telur að samlestur gagna geti fært betri upplýsingar um hvað nákvæmlega eigi sér stað núna. „Við teljum að þessi aukni órói núna stafi af þeim stóra skjálfta sem reið yfir um hálf sex í morgun. Það innslag sem sá skjálfti gefur gæti truflað mælana. Með því að skoða leiðni í ám og aðrar mælingar getum við komist nær því að vita hvað sé raunverulega í gangi." Víðir segir skiptar skoðanir um það meðal fræðimanna hvort gos hafi orðið í gær eða ekki. „Við getum ekki útilokað það að lítið gos hafi orðið undir Dyngjujökli í gær, hinsvegar er ekkert hægt að segja til um það. Ef það hefur gosið í gær þá hefur það verið afar lítið," segir Víðir. Um 500 skjálftar hafa mælst í jöklinum í nótt. Tveir þeirra eru þeir stærstu a svæðinu síðan í Gjálpargosinu 1996. Berggangurinn undir Dyngjujökli heldur áfram að lengjast til norðurs og fer nú að nálgast jökulsporðinn. Bárðarbunga Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Svo virðist sem virknin undir Dyngjujökli hafi verið að færast í aukana síðustu klukkustundir. Enn sé kvika ekki búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Aukinn órói hefur mælst á mælum Veðurstofunnar eftir tvo stóra skjálfta í Bárðarbungu. Fjöldi skjálfta í berggangnum undir Dyngjujökli hefur einnig verið mikill í nótt. Í samtali við blaðamann Vísis nú í morgun segir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, að virknin sé að færast í aukana og ekkert lát sé á þeirri virkni. „Það er enn mikil virkni undir Dyngjujökli. Við erum að skoða óróamæla og lesa út úr þeim með vísindamönnum. Það er ekkert sem gefur til kynna nú að eldgos sé að hefjast."Hér er hægt að sjá óróamæli sem staðsettur er á Dyngjuhálsi. Þar kemur fram að óróinn nú í morgun er síst minni en þegar Veðurstofan gaf út að gos væri hafið í Dyngjujökli. Víðir telur að samlestur gagna geti fært betri upplýsingar um hvað nákvæmlega eigi sér stað núna. „Við teljum að þessi aukni órói núna stafi af þeim stóra skjálfta sem reið yfir um hálf sex í morgun. Það innslag sem sá skjálfti gefur gæti truflað mælana. Með því að skoða leiðni í ám og aðrar mælingar getum við komist nær því að vita hvað sé raunverulega í gangi." Víðir segir skiptar skoðanir um það meðal fræðimanna hvort gos hafi orðið í gær eða ekki. „Við getum ekki útilokað það að lítið gos hafi orðið undir Dyngjujökli í gær, hinsvegar er ekkert hægt að segja til um það. Ef það hefur gosið í gær þá hefur það verið afar lítið," segir Víðir. Um 500 skjálftar hafa mælst í jöklinum í nótt. Tveir þeirra eru þeir stærstu a svæðinu síðan í Gjálpargosinu 1996. Berggangurinn undir Dyngjujökli heldur áfram að lengjast til norðurs og fer nú að nálgast jökulsporðinn.
Bárðarbunga Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira