Lífið

Hundrað manna teymi með Justin á Íslandi

Linda Blöndal skrifar
Justin Timberlake.
Justin Timberlake. Vísir/Getty
Stórstjarnan Justin Timberlake stígur á svið í kvöld í Kórnum Kópavogi. Söngvarinn hefur skoðað sig víða um í Reykjavík og nágrenni. Tónleikarnir er þeir umfangsmestu sem haldnir hafa verið hér á landi og öryggisgæslan gríðarlega mikil.

Timberlake gaf út sínar fyrstu sólóplötur árin 2002 og 2006 sem báðar seldust í yfir sjö milljónum eintakaum allan heim og þar með hafði hann með því stimplað sig inn sem einn af farsælustu söngvurum áratugarins. Síðan hafa umsvif hans aukist.

Timberlake, sem er 33 ára, hefur einnig getið sér gott orð sem kvikmyndaleikari. Hann fer fyrir ýmissi góðgerðarstarfsemi svo sem til styrktar tónlistarnámi skólabarna og náttúruvernd. Hann rekur veitingastaði og selur sína eigin fatalínu.

Bláa Lónið.Vísir/Valli
Bandaríkjamaðurinn er margverðlaunaður fyrir tónlist sína og hefur m.a. hlotið níu Grammyverðlaun. Ísleifur B Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu, segir erfitt að lýsa umfangi tónleikana.

„Þetta er bara það langumfangsmesta sem hefur verið ráðist í hér á Íslandi,“ segir Ísleifur. „Þetta er svo risastórt að öllu leyti.“

Ísleifur segir öryggisgæsluna afar mikla og langur aðdragandi hafi verið að tónleikunum. Fólkið sem starfi í kringum Justin sé mikið fagfólk og gaman að vinna með því.

Um 100 útlendingar eru í fylgdarliði Justin Timberlake og hafa skemmt sér vel undanfarna daga að sögn Ísleifs. Farið hafi verið á Gullfoss og Geysi, í Bláa Lónið og út að borða á íslenskum veitingastöðum.

Takmarkanir verða á umferð í Kórahverfinu vegna tónleikanna og hafa íbúar í nágrenninu fengið upplýsingar undanfarið vegna þess.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×