Þríburaeyjan Grímsey: Þríburarnir sem fæddust um helgina skyldir öðrum eineggja þríburum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. ágúst 2014 15:37 Til vinstri má sjá þríburana sem fæddust á Akureyri árið 1977 og eru frá Grímsey. Á efri myndinni til hægri má sjá þá ásamt systur sinni. Og þar fyrir neðan má sjá Karin Kristiansen, sem fæddi eineggja þríbura aðfaranótt sunnudags. Myndir/Úr einkasafni Þríburarnir sem Jóhann Helgi Heiðdal og Karin Kristiansen eignuðust aðfaranótt sunnudags, eru skyldir þríburum sem fæddust á Akureyri árið 1977. Eru það þeir eineggja þríburar sem síðast fæddust hér á landi. Þríeykin tvö eiga bæði ættir sínar að rekja til Ingu Jóhannesdóttur sem bjó stærstan hluta ævi sinnar í Grímsey. Auk þríbura eiga alls átta pör af tvíburum ættir sínar að rekja til Ingu. Hulda Reykjalín Víkingsdóttir er barnabarn Ingu og amma þríburanna sem fæddust á Akureyri fyrir þrjátíu og sjö árum. Allir voru þeir drengir rétt eins og þríburarnir sem fæddust í Danmörku um helgina. Þeir voru skírðir Svafar, Konráð og Bjarni Gylfasynir og fæddust 14. september. Konráð lést af slysförum í júlí sumarið 1983 tæplega sex ára. Hulda segir þetta mikla barnalán í ætt Ingu Jóhannesdóttur líklega mega rekja til góða loftsins í Grímsey. „Það er yndislegt að fá að fylgjast með öllum þessum börnum og fá að vera hluti af lífi þeirra," segir hún og víkur máli sínu að þríburum sem fæddust á Akureyri fyrir næstum fjórum áratugum og eru barnabörn hennar. „Þeir voru eins og litlar perlur. Allir alveg eins. Tveir þeirra búa enn í Grímsey, en við misstum einn þegar hann var sex ára."Mikið samband Hulda útskýrir tengsl þríburanna. „Ég er amma þeirra sem fæddust árið 1977 og síðan er móðursystir mín langalangamma þeirra sem fæddust aðfaranótt sunnudagsins." Hún segir að mikil samskipti séu á milli fjölskyldna þríburanna. Dóttir Huldu, sem er móðir þríburanna sem fæddust á Akureyri, er í miklu sambandi við ömmu þríburanna sem fæddust í Danmörku. Þannig að tengslin eru talsverð. Hulda á enn fleiri sögur af frjósemi. „Langafi minn eignaðist líka þríburasystur. En það er auðvitað mjög langt síðan og þær lifðu ekki lengi. Síðan á ég tengdason sem er kominn af gríðarlegum frjósemismanni, Jónasi frá Hróarsdal. Það eru þríburar í þeirri fjölskyldu líka." Í Þjóðviljanum, frá 1. ágúst 1985, kemur fram að Jónas Jónsson frá Hróarsdal á Hegranesi í Skagafirði hafi eignast 33 börn, þar af 26 með eiginkonum sínum. Hulda segist vera himinlifandi með öll þessi börn. „Þetta eru auðvitað bara forréttindi. Þetta er bara alveg yndislegt." Tengdar fréttir Íslendingur eignaðist eineggja þríbura í fyrrinótt "Þetta er stórmerkilegt,“ segir nýburalæknirinn Þórður Þórkelsson. "Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri um þetta þegar Íslendingar eru annars vegar.“ 11. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Þríburarnir sem Jóhann Helgi Heiðdal og Karin Kristiansen eignuðust aðfaranótt sunnudags, eru skyldir þríburum sem fæddust á Akureyri árið 1977. Eru það þeir eineggja þríburar sem síðast fæddust hér á landi. Þríeykin tvö eiga bæði ættir sínar að rekja til Ingu Jóhannesdóttur sem bjó stærstan hluta ævi sinnar í Grímsey. Auk þríbura eiga alls átta pör af tvíburum ættir sínar að rekja til Ingu. Hulda Reykjalín Víkingsdóttir er barnabarn Ingu og amma þríburanna sem fæddust á Akureyri fyrir þrjátíu og sjö árum. Allir voru þeir drengir rétt eins og þríburarnir sem fæddust í Danmörku um helgina. Þeir voru skírðir Svafar, Konráð og Bjarni Gylfasynir og fæddust 14. september. Konráð lést af slysförum í júlí sumarið 1983 tæplega sex ára. Hulda segir þetta mikla barnalán í ætt Ingu Jóhannesdóttur líklega mega rekja til góða loftsins í Grímsey. „Það er yndislegt að fá að fylgjast með öllum þessum börnum og fá að vera hluti af lífi þeirra," segir hún og víkur máli sínu að þríburum sem fæddust á Akureyri fyrir næstum fjórum áratugum og eru barnabörn hennar. „Þeir voru eins og litlar perlur. Allir alveg eins. Tveir þeirra búa enn í Grímsey, en við misstum einn þegar hann var sex ára."Mikið samband Hulda útskýrir tengsl þríburanna. „Ég er amma þeirra sem fæddust árið 1977 og síðan er móðursystir mín langalangamma þeirra sem fæddust aðfaranótt sunnudagsins." Hún segir að mikil samskipti séu á milli fjölskyldna þríburanna. Dóttir Huldu, sem er móðir þríburanna sem fæddust á Akureyri, er í miklu sambandi við ömmu þríburanna sem fæddust í Danmörku. Þannig að tengslin eru talsverð. Hulda á enn fleiri sögur af frjósemi. „Langafi minn eignaðist líka þríburasystur. En það er auðvitað mjög langt síðan og þær lifðu ekki lengi. Síðan á ég tengdason sem er kominn af gríðarlegum frjósemismanni, Jónasi frá Hróarsdal. Það eru þríburar í þeirri fjölskyldu líka." Í Þjóðviljanum, frá 1. ágúst 1985, kemur fram að Jónas Jónsson frá Hróarsdal á Hegranesi í Skagafirði hafi eignast 33 börn, þar af 26 með eiginkonum sínum. Hulda segist vera himinlifandi með öll þessi börn. „Þetta eru auðvitað bara forréttindi. Þetta er bara alveg yndislegt."
Tengdar fréttir Íslendingur eignaðist eineggja þríbura í fyrrinótt "Þetta er stórmerkilegt,“ segir nýburalæknirinn Þórður Þórkelsson. "Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri um þetta þegar Íslendingar eru annars vegar.“ 11. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Íslendingur eignaðist eineggja þríbura í fyrrinótt "Þetta er stórmerkilegt,“ segir nýburalæknirinn Þórður Þórkelsson. "Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri um þetta þegar Íslendingar eru annars vegar.“ 11. ágúst 2014 07:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent