Íslendingur eignaðist eineggja þríbura í fyrrinótt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 07:00 Drengjunum heilsast vel en þeir voru mjög smáir við fæðingu. Sá stærsti var 7 merkur, sá næststærsti 6 merkur og minnsti 5 og hálf mörk. Mynd/Einkasafn „Læknarnir sögðu við okkur að þetta væri svo sjaldgæft að þeir gætu eiginlega ekki sagt neitt með vissu varðandi hætturnar,“ segir Jóhann Helgi Heiðdal, Íslendingur sem búsettur er í Danmörku, en hann eignaðist eineggja þríburadrengi ásamt danskri konu sinni, Karin Kristensen, aðfaranótt sunnudags. „Það er erfitt að átta sig á þessu, við erum enn að melta þetta.“ Þríburarnir voru í sama æðabelgnum en hver í sínum líknarbelg og höfðu allir sömu fylgju. Ekki var um tæknifrjóvgun að ræða hjá parinu og því var þungunin náttúruleg. Líkurnar á því að þríburar verði til með þessum hætti eru frá einum á móti hundrað til eins á móti hundrað milljónum samkvæmt tölum frá lækninum William Gilbert, forstjóra fæðingardeildar Sutter-spítala í Kaliforníu. Erfitt er þó að ákvarða líkurnar nákvæmlega.„Þetta var svolítið sjokkerandi“ Meðgangan gekk vel en eftir að í ljós kom að Karin gengi með eineggja þríbura sem deildu sömu fylgju fóru þau í vikulega skoðun. „Þetta var svolítið sjokkerandi,“ viðurkennir hinn nýbakaði faðir og hlær. „Ég var stressaður þegar ég hélt að þetta væri eitt barn og svo fórum við í sónar og þá kemur bara í ljós að við eigum von á þremur. Fram að 28. viku vorum við mjög stressuð en eftir það róuðumst við aðeins.“ Drengirnir þrír fæddust eftir tæplega 31 viku meðgöngu. „Þetta gerðist gríðarlega hratt. Hún missir vatnið og hríðirnar byrja mjög sterkt. En öllum heilsast mjög vel núna, bæði móður og börnum.“ Grét allan daginn „Þetta er stórmerkilegt,“ segir nýburalæknirinn Þórður Þórkelsson. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri um þetta þegar Íslendingar eru annars vegar.“ Þórður segir aukna hættu á vandamálum á meðgöngunni þegar fóstur deila sömu fylgju og sama æðabelg. Til að mynda geta komið upp kvillar í kjölfar þess að meira af næringu og blóðflæði fari til eins fóstursins en hinna. Fjölskyldan dvelst enn á spítala úti í Danmörku en fær að fara heim eftir mánuð ef allt gengur vel. Amma drengjanna þriggja, Brynja Siguróladóttir, segist hafa grátið af gleði í allan gærdag. „Það var talið að þetta gæti ekki gengið og þeim ráðlagt í upphafi að láta eitt fara en þau gátu ekki hugsað sér það. Þeir pluma sig vel, þessir strákar, það er alveg ljóst.“Litla fjölskyldan stækkaði á augabragði úr tveimur í fimm.Mynd/Úr einkasafni. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
„Læknarnir sögðu við okkur að þetta væri svo sjaldgæft að þeir gætu eiginlega ekki sagt neitt með vissu varðandi hætturnar,“ segir Jóhann Helgi Heiðdal, Íslendingur sem búsettur er í Danmörku, en hann eignaðist eineggja þríburadrengi ásamt danskri konu sinni, Karin Kristensen, aðfaranótt sunnudags. „Það er erfitt að átta sig á þessu, við erum enn að melta þetta.“ Þríburarnir voru í sama æðabelgnum en hver í sínum líknarbelg og höfðu allir sömu fylgju. Ekki var um tæknifrjóvgun að ræða hjá parinu og því var þungunin náttúruleg. Líkurnar á því að þríburar verði til með þessum hætti eru frá einum á móti hundrað til eins á móti hundrað milljónum samkvæmt tölum frá lækninum William Gilbert, forstjóra fæðingardeildar Sutter-spítala í Kaliforníu. Erfitt er þó að ákvarða líkurnar nákvæmlega.„Þetta var svolítið sjokkerandi“ Meðgangan gekk vel en eftir að í ljós kom að Karin gengi með eineggja þríbura sem deildu sömu fylgju fóru þau í vikulega skoðun. „Þetta var svolítið sjokkerandi,“ viðurkennir hinn nýbakaði faðir og hlær. „Ég var stressaður þegar ég hélt að þetta væri eitt barn og svo fórum við í sónar og þá kemur bara í ljós að við eigum von á þremur. Fram að 28. viku vorum við mjög stressuð en eftir það róuðumst við aðeins.“ Drengirnir þrír fæddust eftir tæplega 31 viku meðgöngu. „Þetta gerðist gríðarlega hratt. Hún missir vatnið og hríðirnar byrja mjög sterkt. En öllum heilsast mjög vel núna, bæði móður og börnum.“ Grét allan daginn „Þetta er stórmerkilegt,“ segir nýburalæknirinn Þórður Þórkelsson. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri um þetta þegar Íslendingar eru annars vegar.“ Þórður segir aukna hættu á vandamálum á meðgöngunni þegar fóstur deila sömu fylgju og sama æðabelg. Til að mynda geta komið upp kvillar í kjölfar þess að meira af næringu og blóðflæði fari til eins fóstursins en hinna. Fjölskyldan dvelst enn á spítala úti í Danmörku en fær að fara heim eftir mánuð ef allt gengur vel. Amma drengjanna þriggja, Brynja Siguróladóttir, segist hafa grátið af gleði í allan gærdag. „Það var talið að þetta gæti ekki gengið og þeim ráðlagt í upphafi að láta eitt fara en þau gátu ekki hugsað sér það. Þeir pluma sig vel, þessir strákar, það er alveg ljóst.“Litla fjölskyldan stækkaði á augabragði úr tveimur í fimm.Mynd/Úr einkasafni.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira