Innlent

Féllu fjóra metra af vinnupalli í Breiðholti.

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maður að störfum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Maður að störfum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/Valgarður
Lögreglunni í Kópavogi var tilkynnt var um vinnuslys á þriðja tímanum í dag í Breiðholti.

Þar höfðu þrír menn fallið um 4 metra við íbúðarhús í Drafnarfelli en að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hlutu tveir mannanna töluverða áverka og voru fluttir á slysadeild. Þrátt fyrir það eru meiðsli þeirra ekki talin alvarleg. Sá þriðji hlaut einungis smávægilega skurði og skrámur.

Mennirnir þrír höfðu verið að vinnu við húsið þegar þeir féllu til jarðar af vinnupalli sínum en nánari tildrög slyssins eru ókunn að svo stöddu. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×