Innlent

Hamingjusamir kjúklingar koma senn í búðir

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Lögfræðingar með áhuga á dýravelferð ákváðu í vetur að vinda kvæði sínu í kross og hefja framleiðslu á svokölluðum velferðarkjúklingi. Fyrsta kjötið er nú á leið í búðir, og stendur Íslendingum því til boða að kaupa kjúkling sem fær að hlaupa frjáls um. 

Margrét Gunnarsdóttir og Elva Björk Björk Barkardóttir ákváðu í vetur að segja upp störfum sínum sem lögfræðingar og  ráðast í kjúklingaframleiðslu, ásamt sig Jónu Margréti Kristinsdóttur, bónda. Úr varð kjúklingabúið Litla gula hænan, en það sem sker þeirra kjúkling frá hefðbundinni kjúklingaframleiðslu er að það eru mun færri fuglar á fermetra auk þess sem þeir hafa aðgang að opnu útirými þegar veður leyfir. 

Velferð kjúklinga í verksmiðjubúskap hefur verið töluvert í umræðunni síðustu misseri, en þær stöllur leggja áherslu á að verlferð kjúklinganna sé höfð að leiðarljósi í öllu ferlinu.

Litla gula hænan hefu framleiðslugetu upp á fjögur þúsund kjúklinga en nú eru tvö þúsund kjúklingar í búinu í Gunnarshólma. Fyrstu kjúklingarnir eru nú á leið í verslanir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×