Innlent

Sænska leiðin reynist vel

Linda Blöndal skrifar
Umdeild lei ð

Fjögur lönd fara  ,,Sænsku leiðina" sem gerir kaup og milligöngu vændis refsiverð en refsar ekki seljandanum. Bent er á að gallinn sé að vændið færist með því enn frekar neðanjarðar og kaupendurnir verða tregir til vitna gegn vændismiðlurum af ótta við að verða sjálfir dæmdir. Götuvændi hefur minnkað í löndum sem fara þessa leið en bent er á hættuna á því að félagslegur stuðningur nái ekki til þess hóps sem selur sig úti á götu. 



Jákvæð reynsla í Noregi 

Í norskri rannsókn sem stjórn landsins lét gera og birtist á mánudag á vef norska ríkisútvarpsins kemur fram að kaupendabannið á vændi hafi skilað árangri. Færri stundi vændi og reyna að hagnast á því, minna sé á því að græða þar sem verðið lækkaði og almennt hafi vændisseljendum verið gert erfitt fyrir að stunda þessa iðju.

175 vændismál árið 2013

Ekki hefur metið hver reynslan er af sænsku leiðinni er á Íslandi er en fjöldi vændismála sem komið hafa til lögreglu frá árinu hefur aukist. Frá árinu 2008, þegar lögin tóku gildi voru málin 11 og tíu talsins árið á eftir. Málin urðu 37 árið 2010 árið eftir tók málafjöldinn stökk upp á við og varð 113. Árið 2012 urðu þau aftur færri eða 24. Í fyrra komu hvorki meira né minna en 175 vændismál á borð lögreglu. Aukningin er rakin til mikils átaks lögreglu höfuðborgarsvæðisins og á Suðurnesjum. Þessum tölum fylgi þó ekki hver afdrif málanna varð.

Sterk mál 

Svala segir að þessi mál séu sterk, þau séu höfðuð af lögreglu sem hljóti að hafa ábyggileg gögn undir höndum. Hún bendir  refsingin sem slík sé ekki það eina sem löggjöfin geri í baráttu gegn vændiskaupum heldur séu lögin siðferðileg skilaboð um að það sé rangt að kaupa vændi og það sé ekki síður mikilvægt.









Linda Blöndal



Fleiri fréttir

Sjá meira


×