Anders Fogh í Tjarnargötu: Íhlutun Rússa vakning fyrir NATÓ Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2014 20:48 Íhlutun Rússa í Úkraínu var vakning og þörf áminning um mikilvægi Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins. Hann segir að landfræðileg lega Íslands og vera þess í bandalaginu sé enn mikilvægari en áður vegna breytts hlutverks þess. Anders Fogh sem er fyrrum forsætisráðherra Danmerkur er hér á landi í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Að loknum fundi þeirra Sigmundar Davíðs í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu héldu þeir fund með fréttamönnum. Ísland er stofnaðili NATÓ og framkvæmdastjórinn ítrekaði mikilvægi Íslands í ljósi legu landsins og stöðu þess á vettvangi bandalagsins. Þá fordæmi hann íhlutun Rússa í Úkraínu en frá því í fyrr á þessu ári hefur NATÓ dregið úr eiginlegu samstarfi við Rússa og eru samskipti bandalagsins við Rússa aðeins diplómatísk í dag. „Aðgerðir Rússa í Úkraínu hafa vakið okkur. Þær sýna að reglunum sem stjórna alþjóðasamskiptum frá lokum kalda stríðsins er ekki lengur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut. Á meðan Rússar fara ekki eftir grundvallarreglum, helstu skjala sem móta rammann utan um samskipti NATÓ og Rússlands, geta samskiptin ekki verið með venjulegum hætti. Við höldum boðleiðum fyrir diplómatískar og pólitískar viðræður opnum gegnum samráðsnefnd NATÓ og Rússlands en allri praktískri samvinnu verður áfram slegið á frest,“ sagði Anders Fogh. Táknræn heimsókn Gunnars Braga og vinátta forsetans við Pútín Ísland hefur harðlega mótmælt íhlututun Rússa í Úkraínu og fór utanríkisráðherra í táknræna heimsókn til Kænugarðs. Ísland hefur hins vegar á síðustu árum átt í góðum diplómatískum samskiptum við Rússland ekki síst vegna vináttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Anders Fogh Rassmussen sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Íslendingar þyrftu að styrkja samband sitt við Bandaríkin vegna vinsamlegra diplómatískra samskipta við Rússa. Hann tók fram að samband Íslands og Bandaríkjanna væri ákvörðun Íslendinga og íslenskra stjórnvalda og sagðist ekki vita annað en að það væri sterkt. Þá efaðist hann ekki um hlutverk Íslands í NATÓ. „Ísland verður áfram skuldbundinn bandamaður í NATÓ. Ég hef alls engar áhyggjur af skuldbindingu Íslands til samvinnunnar í bandalaginu.“ Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Íhlutun Rússa í Úkraínu var vakning og þörf áminning um mikilvægi Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins. Hann segir að landfræðileg lega Íslands og vera þess í bandalaginu sé enn mikilvægari en áður vegna breytts hlutverks þess. Anders Fogh sem er fyrrum forsætisráðherra Danmerkur er hér á landi í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Að loknum fundi þeirra Sigmundar Davíðs í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu héldu þeir fund með fréttamönnum. Ísland er stofnaðili NATÓ og framkvæmdastjórinn ítrekaði mikilvægi Íslands í ljósi legu landsins og stöðu þess á vettvangi bandalagsins. Þá fordæmi hann íhlutun Rússa í Úkraínu en frá því í fyrr á þessu ári hefur NATÓ dregið úr eiginlegu samstarfi við Rússa og eru samskipti bandalagsins við Rússa aðeins diplómatísk í dag. „Aðgerðir Rússa í Úkraínu hafa vakið okkur. Þær sýna að reglunum sem stjórna alþjóðasamskiptum frá lokum kalda stríðsins er ekki lengur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut. Á meðan Rússar fara ekki eftir grundvallarreglum, helstu skjala sem móta rammann utan um samskipti NATÓ og Rússlands, geta samskiptin ekki verið með venjulegum hætti. Við höldum boðleiðum fyrir diplómatískar og pólitískar viðræður opnum gegnum samráðsnefnd NATÓ og Rússlands en allri praktískri samvinnu verður áfram slegið á frest,“ sagði Anders Fogh. Táknræn heimsókn Gunnars Braga og vinátta forsetans við Pútín Ísland hefur harðlega mótmælt íhlututun Rússa í Úkraínu og fór utanríkisráðherra í táknræna heimsókn til Kænugarðs. Ísland hefur hins vegar á síðustu árum átt í góðum diplómatískum samskiptum við Rússland ekki síst vegna vináttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Anders Fogh Rassmussen sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Íslendingar þyrftu að styrkja samband sitt við Bandaríkin vegna vinsamlegra diplómatískra samskipta við Rússa. Hann tók fram að samband Íslands og Bandaríkjanna væri ákvörðun Íslendinga og íslenskra stjórnvalda og sagðist ekki vita annað en að það væri sterkt. Þá efaðist hann ekki um hlutverk Íslands í NATÓ. „Ísland verður áfram skuldbundinn bandamaður í NATÓ. Ég hef alls engar áhyggjur af skuldbindingu Íslands til samvinnunnar í bandalaginu.“
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira