Anders Fogh í Tjarnargötu: Íhlutun Rússa vakning fyrir NATÓ Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2014 20:48 Íhlutun Rússa í Úkraínu var vakning og þörf áminning um mikilvægi Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins. Hann segir að landfræðileg lega Íslands og vera þess í bandalaginu sé enn mikilvægari en áður vegna breytts hlutverks þess. Anders Fogh sem er fyrrum forsætisráðherra Danmerkur er hér á landi í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Að loknum fundi þeirra Sigmundar Davíðs í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu héldu þeir fund með fréttamönnum. Ísland er stofnaðili NATÓ og framkvæmdastjórinn ítrekaði mikilvægi Íslands í ljósi legu landsins og stöðu þess á vettvangi bandalagsins. Þá fordæmi hann íhlutun Rússa í Úkraínu en frá því í fyrr á þessu ári hefur NATÓ dregið úr eiginlegu samstarfi við Rússa og eru samskipti bandalagsins við Rússa aðeins diplómatísk í dag. „Aðgerðir Rússa í Úkraínu hafa vakið okkur. Þær sýna að reglunum sem stjórna alþjóðasamskiptum frá lokum kalda stríðsins er ekki lengur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut. Á meðan Rússar fara ekki eftir grundvallarreglum, helstu skjala sem móta rammann utan um samskipti NATÓ og Rússlands, geta samskiptin ekki verið með venjulegum hætti. Við höldum boðleiðum fyrir diplómatískar og pólitískar viðræður opnum gegnum samráðsnefnd NATÓ og Rússlands en allri praktískri samvinnu verður áfram slegið á frest,“ sagði Anders Fogh. Táknræn heimsókn Gunnars Braga og vinátta forsetans við Pútín Ísland hefur harðlega mótmælt íhlututun Rússa í Úkraínu og fór utanríkisráðherra í táknræna heimsókn til Kænugarðs. Ísland hefur hins vegar á síðustu árum átt í góðum diplómatískum samskiptum við Rússland ekki síst vegna vináttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Anders Fogh Rassmussen sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Íslendingar þyrftu að styrkja samband sitt við Bandaríkin vegna vinsamlegra diplómatískra samskipta við Rússa. Hann tók fram að samband Íslands og Bandaríkjanna væri ákvörðun Íslendinga og íslenskra stjórnvalda og sagðist ekki vita annað en að það væri sterkt. Þá efaðist hann ekki um hlutverk Íslands í NATÓ. „Ísland verður áfram skuldbundinn bandamaður í NATÓ. Ég hef alls engar áhyggjur af skuldbindingu Íslands til samvinnunnar í bandalaginu.“ Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Íhlutun Rússa í Úkraínu var vakning og þörf áminning um mikilvægi Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins. Hann segir að landfræðileg lega Íslands og vera þess í bandalaginu sé enn mikilvægari en áður vegna breytts hlutverks þess. Anders Fogh sem er fyrrum forsætisráðherra Danmerkur er hér á landi í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Að loknum fundi þeirra Sigmundar Davíðs í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu héldu þeir fund með fréttamönnum. Ísland er stofnaðili NATÓ og framkvæmdastjórinn ítrekaði mikilvægi Íslands í ljósi legu landsins og stöðu þess á vettvangi bandalagsins. Þá fordæmi hann íhlutun Rússa í Úkraínu en frá því í fyrr á þessu ári hefur NATÓ dregið úr eiginlegu samstarfi við Rússa og eru samskipti bandalagsins við Rússa aðeins diplómatísk í dag. „Aðgerðir Rússa í Úkraínu hafa vakið okkur. Þær sýna að reglunum sem stjórna alþjóðasamskiptum frá lokum kalda stríðsins er ekki lengur hægt að taka sem sjálfsögðum hlut. Á meðan Rússar fara ekki eftir grundvallarreglum, helstu skjala sem móta rammann utan um samskipti NATÓ og Rússlands, geta samskiptin ekki verið með venjulegum hætti. Við höldum boðleiðum fyrir diplómatískar og pólitískar viðræður opnum gegnum samráðsnefnd NATÓ og Rússlands en allri praktískri samvinnu verður áfram slegið á frest,“ sagði Anders Fogh. Táknræn heimsókn Gunnars Braga og vinátta forsetans við Pútín Ísland hefur harðlega mótmælt íhlututun Rússa í Úkraínu og fór utanríkisráðherra í táknræna heimsókn til Kænugarðs. Ísland hefur hins vegar á síðustu árum átt í góðum diplómatískum samskiptum við Rússland ekki síst vegna vináttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Anders Fogh Rassmussen sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Íslendingar þyrftu að styrkja samband sitt við Bandaríkin vegna vinsamlegra diplómatískra samskipta við Rússa. Hann tók fram að samband Íslands og Bandaríkjanna væri ákvörðun Íslendinga og íslenskra stjórnvalda og sagðist ekki vita annað en að það væri sterkt. Þá efaðist hann ekki um hlutverk Íslands í NATÓ. „Ísland verður áfram skuldbundinn bandamaður í NATÓ. Ég hef alls engar áhyggjur af skuldbindingu Íslands til samvinnunnar í bandalaginu.“
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira