Bjarni á móti einkaframkvæmd við fjármögnun nýs spítala Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2014 21:10 Fjármálaráðherra er mótfallinn því að Landspítalinn fari í einkaframkvæmd eins og með eignatryggðri fjármögnun. Hann segir almennt ekki hafa gefist vel að einkaaðilar byggi tekjumódel sitt á leigugreiðslum ríkisins. Ólíklegt er að nýr spítali verði reistur fyrir eigið fé ríkisins á næstunni. Fjárfestar hafa sýnt því áhuga að taka þátt í fjármögnun byggingu nýs Landspítala með eignatryggðri fjármögnun. Þetta fælist í því að rekstrarfélag spítalans gæfi út skuldabréf tryggt með tekjum spítalans sem gætu verið komugjöld sjúklinga og leigutekjur vegna húsnæðisins sjálfs. Kostnaðaráætlun nýs Landspítala við Hringbraut hljóðar upp á 80 milljarða króna en ekki eru til peningar hjá ríkissjóði fyrir framkvæmdinni. Með eignatryggðri fjármögnun væri hægt að byggja spítalann án þess að kostnaður lenti á A- eða B-hluta ríkisreiknings. Óvissa um fjármögnun þrátt fyrir 56-0 í þinginu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ekki hlynntur þessari leið. „Almennt ef að einkaaðilar eru að taka lán til þess að fara í framkvæmdir og ætla síðan að byggja tekjumódel sitt á því að ríkið borgi leigu þá hefur það þótt koma verr út fyrir ríkið. Það hefur verið almenna reglan vegna þess að ríkið hefur almennt betri möguleika á hagstæðum kjörum á lánamörkuðum,“ segir Bjarni. Þannig að þú myndir fara aðra leið? „Ég vil bara segja að ég kokgleypi ekki við fyrstu kynni hugmyndum um einkaframkvæmd þarna.“ Á síðasta degi þingsins í vor samþykkti Alþingi þessa þingsályktun um að flýta fyrir byggingu nýs Landspítala með 56 atkvæðum gegn engu. Nýr Landspítali ohf. eða ríkissjóður fengi jafnframt heimild til aðtaka lán fyrir byggingarkostnaði. Vill aðhaldssemi og forðast lántökur Bjarni vill að spítalinn rísi fyrir eigið fé, ekki lán, en það gæti þýtt talsverða töf. „Mér finnst mikilvægast að ríkið hafi fjármagn til þess að veita í þessa mikilvægu framkvæmd og við þurfum að skapa svigrúm fyrir það í opinberum fjármálum á næstu árum. Mikilvægast af öllu er að við ráðumst ekki í verkefnið þannig að það verði allt tekið að láni,“ segir Bjarni. Það er athyglisvert að fjármálaráðherra vísi til þess að skapa þurfi svigrúm í ríkisfjármálum á „næstu árum“ því það þýðir í reynd að mörg ár gætu liðið þangað til að spítalinn rís. Fjármálaráðherra gæti þó verið að stilla væntingum í hóf með þessum ummælum sínum. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Fjármálaráðherra er mótfallinn því að Landspítalinn fari í einkaframkvæmd eins og með eignatryggðri fjármögnun. Hann segir almennt ekki hafa gefist vel að einkaaðilar byggi tekjumódel sitt á leigugreiðslum ríkisins. Ólíklegt er að nýr spítali verði reistur fyrir eigið fé ríkisins á næstunni. Fjárfestar hafa sýnt því áhuga að taka þátt í fjármögnun byggingu nýs Landspítala með eignatryggðri fjármögnun. Þetta fælist í því að rekstrarfélag spítalans gæfi út skuldabréf tryggt með tekjum spítalans sem gætu verið komugjöld sjúklinga og leigutekjur vegna húsnæðisins sjálfs. Kostnaðaráætlun nýs Landspítala við Hringbraut hljóðar upp á 80 milljarða króna en ekki eru til peningar hjá ríkissjóði fyrir framkvæmdinni. Með eignatryggðri fjármögnun væri hægt að byggja spítalann án þess að kostnaður lenti á A- eða B-hluta ríkisreiknings. Óvissa um fjármögnun þrátt fyrir 56-0 í þinginu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ekki hlynntur þessari leið. „Almennt ef að einkaaðilar eru að taka lán til þess að fara í framkvæmdir og ætla síðan að byggja tekjumódel sitt á því að ríkið borgi leigu þá hefur það þótt koma verr út fyrir ríkið. Það hefur verið almenna reglan vegna þess að ríkið hefur almennt betri möguleika á hagstæðum kjörum á lánamörkuðum,“ segir Bjarni. Þannig að þú myndir fara aðra leið? „Ég vil bara segja að ég kokgleypi ekki við fyrstu kynni hugmyndum um einkaframkvæmd þarna.“ Á síðasta degi þingsins í vor samþykkti Alþingi þessa þingsályktun um að flýta fyrir byggingu nýs Landspítala með 56 atkvæðum gegn engu. Nýr Landspítali ohf. eða ríkissjóður fengi jafnframt heimild til aðtaka lán fyrir byggingarkostnaði. Vill aðhaldssemi og forðast lántökur Bjarni vill að spítalinn rísi fyrir eigið fé, ekki lán, en það gæti þýtt talsverða töf. „Mér finnst mikilvægast að ríkið hafi fjármagn til þess að veita í þessa mikilvægu framkvæmd og við þurfum að skapa svigrúm fyrir það í opinberum fjármálum á næstu árum. Mikilvægast af öllu er að við ráðumst ekki í verkefnið þannig að það verði allt tekið að láni,“ segir Bjarni. Það er athyglisvert að fjármálaráðherra vísi til þess að skapa þurfi svigrúm í ríkisfjármálum á „næstu árum“ því það þýðir í reynd að mörg ár gætu liðið þangað til að spítalinn rís. Fjármálaráðherra gæti þó verið að stilla væntingum í hóf með þessum ummælum sínum.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira