Bjarni á móti einkaframkvæmd við fjármögnun nýs spítala Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2014 21:10 Fjármálaráðherra er mótfallinn því að Landspítalinn fari í einkaframkvæmd eins og með eignatryggðri fjármögnun. Hann segir almennt ekki hafa gefist vel að einkaaðilar byggi tekjumódel sitt á leigugreiðslum ríkisins. Ólíklegt er að nýr spítali verði reistur fyrir eigið fé ríkisins á næstunni. Fjárfestar hafa sýnt því áhuga að taka þátt í fjármögnun byggingu nýs Landspítala með eignatryggðri fjármögnun. Þetta fælist í því að rekstrarfélag spítalans gæfi út skuldabréf tryggt með tekjum spítalans sem gætu verið komugjöld sjúklinga og leigutekjur vegna húsnæðisins sjálfs. Kostnaðaráætlun nýs Landspítala við Hringbraut hljóðar upp á 80 milljarða króna en ekki eru til peningar hjá ríkissjóði fyrir framkvæmdinni. Með eignatryggðri fjármögnun væri hægt að byggja spítalann án þess að kostnaður lenti á A- eða B-hluta ríkisreiknings. Óvissa um fjármögnun þrátt fyrir 56-0 í þinginu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ekki hlynntur þessari leið. „Almennt ef að einkaaðilar eru að taka lán til þess að fara í framkvæmdir og ætla síðan að byggja tekjumódel sitt á því að ríkið borgi leigu þá hefur það þótt koma verr út fyrir ríkið. Það hefur verið almenna reglan vegna þess að ríkið hefur almennt betri möguleika á hagstæðum kjörum á lánamörkuðum,“ segir Bjarni. Þannig að þú myndir fara aðra leið? „Ég vil bara segja að ég kokgleypi ekki við fyrstu kynni hugmyndum um einkaframkvæmd þarna.“ Á síðasta degi þingsins í vor samþykkti Alþingi þessa þingsályktun um að flýta fyrir byggingu nýs Landspítala með 56 atkvæðum gegn engu. Nýr Landspítali ohf. eða ríkissjóður fengi jafnframt heimild til aðtaka lán fyrir byggingarkostnaði. Vill aðhaldssemi og forðast lántökur Bjarni vill að spítalinn rísi fyrir eigið fé, ekki lán, en það gæti þýtt talsverða töf. „Mér finnst mikilvægast að ríkið hafi fjármagn til þess að veita í þessa mikilvægu framkvæmd og við þurfum að skapa svigrúm fyrir það í opinberum fjármálum á næstu árum. Mikilvægast af öllu er að við ráðumst ekki í verkefnið þannig að það verði allt tekið að láni,“ segir Bjarni. Það er athyglisvert að fjármálaráðherra vísi til þess að skapa þurfi svigrúm í ríkisfjármálum á „næstu árum“ því það þýðir í reynd að mörg ár gætu liðið þangað til að spítalinn rís. Fjármálaráðherra gæti þó verið að stilla væntingum í hóf með þessum ummælum sínum. Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Fjármálaráðherra er mótfallinn því að Landspítalinn fari í einkaframkvæmd eins og með eignatryggðri fjármögnun. Hann segir almennt ekki hafa gefist vel að einkaaðilar byggi tekjumódel sitt á leigugreiðslum ríkisins. Ólíklegt er að nýr spítali verði reistur fyrir eigið fé ríkisins á næstunni. Fjárfestar hafa sýnt því áhuga að taka þátt í fjármögnun byggingu nýs Landspítala með eignatryggðri fjármögnun. Þetta fælist í því að rekstrarfélag spítalans gæfi út skuldabréf tryggt með tekjum spítalans sem gætu verið komugjöld sjúklinga og leigutekjur vegna húsnæðisins sjálfs. Kostnaðaráætlun nýs Landspítala við Hringbraut hljóðar upp á 80 milljarða króna en ekki eru til peningar hjá ríkissjóði fyrir framkvæmdinni. Með eignatryggðri fjármögnun væri hægt að byggja spítalann án þess að kostnaður lenti á A- eða B-hluta ríkisreiknings. Óvissa um fjármögnun þrátt fyrir 56-0 í þinginu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ekki hlynntur þessari leið. „Almennt ef að einkaaðilar eru að taka lán til þess að fara í framkvæmdir og ætla síðan að byggja tekjumódel sitt á því að ríkið borgi leigu þá hefur það þótt koma verr út fyrir ríkið. Það hefur verið almenna reglan vegna þess að ríkið hefur almennt betri möguleika á hagstæðum kjörum á lánamörkuðum,“ segir Bjarni. Þannig að þú myndir fara aðra leið? „Ég vil bara segja að ég kokgleypi ekki við fyrstu kynni hugmyndum um einkaframkvæmd þarna.“ Á síðasta degi þingsins í vor samþykkti Alþingi þessa þingsályktun um að flýta fyrir byggingu nýs Landspítala með 56 atkvæðum gegn engu. Nýr Landspítali ohf. eða ríkissjóður fengi jafnframt heimild til aðtaka lán fyrir byggingarkostnaði. Vill aðhaldssemi og forðast lántökur Bjarni vill að spítalinn rísi fyrir eigið fé, ekki lán, en það gæti þýtt talsverða töf. „Mér finnst mikilvægast að ríkið hafi fjármagn til þess að veita í þessa mikilvægu framkvæmd og við þurfum að skapa svigrúm fyrir það í opinberum fjármálum á næstu árum. Mikilvægast af öllu er að við ráðumst ekki í verkefnið þannig að það verði allt tekið að láni,“ segir Bjarni. Það er athyglisvert að fjármálaráðherra vísi til þess að skapa þurfi svigrúm í ríkisfjármálum á „næstu árum“ því það þýðir í reynd að mörg ár gætu liðið þangað til að spítalinn rís. Fjármálaráðherra gæti þó verið að stilla væntingum í hóf með þessum ummælum sínum.
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira