Innlent

Dópaður ökumaður með sex ára barn í bílnum

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm
Sex ára barn var farþegi í bíl, sem stöðvaður var á Höfðabakka um kvöldmatarleytið í gærkvöldi og ökumaðurinn reyndist undir áhrifum fíkniefna.

Annar fullorðinn farþegi, að líkindum líka undir áhrifum, var með fíkniefni í fórum sínum. Ekki kemur fram í skeyti lögreglu hvernig leyst var úr málinu, en að líkindum hafa barnaverndaryfirvöld verið kölluð til.

Svo var maður handtekinn í Mosfellsbæ um þrjú leytið í nótt, grunaður um húsbrot, en nánari atvik liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×