„Það eru stjarnfræðilegar líkur á þessu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2014 14:07 Frá Ísafirði. Vísir/Pjetur/Hermann Þór Hermann Þór Þorbjörnsson, rafvirki á Ísafirði, varð fyrir því óláni í gær að skot úr naglabyssu frá fimmta áratug síðustu aldar sprakk í andlitið á honum. BB greindi fyrst frá. Hermann Þór segist í samtali við Vísi hafa verið að bora í steinsteypan vegg í grunnskólanum á Ísafirði. Hann var rétt kominn inn í vegginn þegar mikill hvellur heyrðist. Um leið fékk hann steypu, ryk og möl yfir sig allan. „Ég hélt fyrst að ég hefði borað í gegnum rafleiðslur,“ segir Hermann Þór í samtali við Vísi. Hann hafi hlaupið fram á klósett og skolað augu sín sem hann hafi varla getað opnað fyrir ryki. „Þegar ég sé lítil sár í andlitinu þá hringi ég á sjúkrabíl.“Sár á handlegg Hermanns Þór.Mynd/Hermann ÞórSjónin slapp Á sjúkrahúsinu voru litlir steinar plokkaðir úr andliti Hermanns Þórs. Þá var lítil steinvala sem fór í auga hans fjarlægð með nál. Þar sem um vinnuslys var að ræða mættu lögregla og vinnueftirlitið á vettvang til að rannsaka slysið. „Lögreglan fann leyfar af af hylki utan af naglabyssuskotinu í gatinu í veggnum þar sem ég var að bora,“ segir Hermann Þór. Augljóslega hafi verið um naglabyssuskot enda hafi þau verið notuð mikið þegar skólinn var smíðaður á fimmta áratug síðustu aldar. „Það eru stjarnfræðilegar líkur á þessu,“ segir Hermann Þór en betur hafi farið en á horfðist. Hann hafi til að mynda fengið stóra völu í bringuna sem hafi brennt gat á bol hans. „Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda hefði hún farið í augað.“ Aðspurður segist Hermann ætla að taka því rólega næstu daga og leyfa sárum sínum að gróa áður en hann snúi aftur til vinnu. Hann reiknar ekki með því að það muni reyna á taugar sínar næst þegar hann bori í vegg. „Ég hef nú borað milljón göt um ævina og ég fer ekki að hætta því,“ segir Hermann Þór hlæjandi. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Hermann Þór Þorbjörnsson, rafvirki á Ísafirði, varð fyrir því óláni í gær að skot úr naglabyssu frá fimmta áratug síðustu aldar sprakk í andlitið á honum. BB greindi fyrst frá. Hermann Þór segist í samtali við Vísi hafa verið að bora í steinsteypan vegg í grunnskólanum á Ísafirði. Hann var rétt kominn inn í vegginn þegar mikill hvellur heyrðist. Um leið fékk hann steypu, ryk og möl yfir sig allan. „Ég hélt fyrst að ég hefði borað í gegnum rafleiðslur,“ segir Hermann Þór í samtali við Vísi. Hann hafi hlaupið fram á klósett og skolað augu sín sem hann hafi varla getað opnað fyrir ryki. „Þegar ég sé lítil sár í andlitinu þá hringi ég á sjúkrabíl.“Sár á handlegg Hermanns Þór.Mynd/Hermann ÞórSjónin slapp Á sjúkrahúsinu voru litlir steinar plokkaðir úr andliti Hermanns Þórs. Þá var lítil steinvala sem fór í auga hans fjarlægð með nál. Þar sem um vinnuslys var að ræða mættu lögregla og vinnueftirlitið á vettvang til að rannsaka slysið. „Lögreglan fann leyfar af af hylki utan af naglabyssuskotinu í gatinu í veggnum þar sem ég var að bora,“ segir Hermann Þór. Augljóslega hafi verið um naglabyssuskot enda hafi þau verið notuð mikið þegar skólinn var smíðaður á fimmta áratug síðustu aldar. „Það eru stjarnfræðilegar líkur á þessu,“ segir Hermann Þór en betur hafi farið en á horfðist. Hann hafi til að mynda fengið stóra völu í bringuna sem hafi brennt gat á bol hans. „Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda hefði hún farið í augað.“ Aðspurður segist Hermann ætla að taka því rólega næstu daga og leyfa sárum sínum að gróa áður en hann snúi aftur til vinnu. Hann reiknar ekki með því að það muni reyna á taugar sínar næst þegar hann bori í vegg. „Ég hef nú borað milljón göt um ævina og ég fer ekki að hætta því,“ segir Hermann Þór hlæjandi.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira