Innlent

Rafmagns- og heitavatnslaust á Sauðárkróki

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Sauðárkróki.
Frá Sauðárkróki. Vísir/GVA
Þónokkrar götur á Sauðárkróki munu búa við rafmagnstruflanir og heitavatnsleysi fram eftir degi.

Rafmagnslaust var í stærstum hluta bæjarins og nágrennis eftir að aðalspennir bilaði á tíunda tímanum í morgun. Að sögn RARIK er orsök biluninnar fundin en bæjarbúar mega búast við rafmagnstruflunum „fram eftir degi.“ Vegna þessa tilkynntu skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Gærunnar í dag að aflýsa þyrfti sólóistakvöldinu sem hefja átti hátíðina í kvöld.

Þá tilkynnti feykir.is um það fyrir stuttu að loka þyrfti fyrir heitavatnið í Hlíða- og Túnahverfi bæjarins vegna bilunar í stofnlög. Lokunin stendur yfir frá hádegi og „fram eftir degi,“ samkvæmt tilkynningu frá Skagafjarðarveitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×