Innlent

Mótmælt fyrir framan Tryggingastofnun í dag

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. Vísir/Arnþór
Aðgerðahópurinn BÓT stóð fyrir mótmælum fyrir framan hús Tryggingastofnunar á Laugavegi í dag. Samkvæmt Facebook-síðu hópsins voru kröfur hópsins meðal annars þær að skerðingum á bótum bótaþega TR verði hætt og að þær bætur sem bótaþegar urðu af vegna skerðinga á árunum 2008 til 2014 verði greiddar út.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum höfðu mótmælendur í för með sér fána og skilti. Að sögn sjónarvotta var notast við gjallarhorn og flautur til að vekja athygli á málstaðnum.

Vísir/Arnþór
Vísir/Arnþór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×