Innlent

Svona fer þegar öryggispúði springur á barnabílstól

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Skjáskot
Slysavarnarfélagið Landsbjörg minnir á mikilvægi þess að barnabílstólar séu ekki staðsettir í framsæti.

Landsbjörg birtir tengil á sláandi myndband á Fésbókarsíðu sinni í dag þar sem afleiðingar þess að loftpúði springur á barnabílstól sjást glögglega.

Í umferðarlögum kemur fram að barn sem er lægra en 150 sm á hæð megi ekki vera farþegi í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið.

Í leiðbeiningum á vef Forvarnarhúss má finna nánari leiðbeiningar um hvernig haga eigi staðsetningu barnabílstóla í ökutækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×