Innlent

Hæsta tré landsins heldur áfram að vaxa

Bjarki Ármannsson skrifar
Horft upp með stærsta trénu.
Horft upp með stærsta trénu. Mynd/Skógrækt ríkisins
Sérfræðingar á Rannsóknarstöð skógræktar, ásamt tveimur sænskum skógfræðinemum, tóku sig til í gær og hæðarmældu 65 ára sitkagrenitré í skóginum á Kirkjubæjarklaustri. Tréð er talið vera það hæsta á landinu.

Samkvæmt mælingu þeirra er tréð nú orðið 26,1 metri á hæð en þegar það var síðast mælt, árið 2012, var það 25,3 metrar. Það hefur vaxið um fimmtíu sentímetra á þessu ári.

Pétur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktar ríkisins, segir ekki óeðlilegt að tréð sé enn í fullum vexti, enda geti sitkagreni orðið allt að tvöhundruð ára gömul og því einungis um hálfgerðan ungling að ræða í þessu tilviki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×