Innlent

Slösuð kona sótt í Reykjadal

Bjarki Ármannsson skrifar
Sjúkrabíll bíður slösuðu konunnar í Hveragerði.
Sjúkrabíll bíður slösuðu konunnar í Hveragerði. Vísir/Vilhelm
Á annan tug björgunarmanna frá björgunarsveitum í Árnessýslu eru nú á leið í Reykjadal að sækja göngukonu sem slasaðist þar á fæti.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Sjúkrabíll bíður á bílastæðinu við Hveragerði og mun flytja konuna á sjúkrahús þegar sjúkraflutningamenn og björgunarmenn hafa komið henni þangað á börum.

Staðsetning konunnar er ekki fyllilega ljós þar sem hún er utan hinnar hefðbundnu gönguleiðar um dalinn. Björgunarfólk kemur því að slysstaðnum úr tveimur áttum, að ofan frá og Hveragerðismegin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×