"Okkar æðsta markmið er að hún sjái drauminn sinn verða að veruleika“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2014 12:00 Hluti af hlaupahópnum með Heiðu eftir hlaupið frá Keflavík í Bláa Lónið. Mynd/úr einkasafni ,,Við erum orðlaus af þakklæti. Þetta hefur gengið vonum framar og gefur Heiðu mikinn kraft í baráttunni,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, formaður Styrktarsjóðs Heiðu Hannesar. Sjóðurinn náði þeim áfanga í gær að brjóta tveggja milljón króna múrinn á hlaupastyrkur.is en fjölmargir hlauparar taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi og safna áheitum fyrir sjóðinn. Tilgangur sjóðsins er að safna fyrir stofnfrumumeðferð á Indlandi fyrir Bjarnheiði Hannesdóttur, eða Heiðu eins og hún er ávallt kölluð. Heiða fékk hjartastopp í desember árið 2012 eftir áralanga baráttu við átröskun, eins og kom fram í helgarblaði Fréttablaðsins síðustu helgi.Hjarta Heiðu var stopp í tuttugu mínútur og var henni vart hugað líf. Hún barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð og hafði betur en hjartastoppið olli miklum heilaskaða og er Heiða algjörlega ósjálfbjarga í dag. Hópurinn sem hleypur í maraþoninu til styrktar Heiðu kallar sig #TeamHeiða en hlaupurum í hópnum fer stöðugt fjölgandi.Heiða með fjölskyldu sinni.Vísir/Arnþór„Okkar æðsta markmið er að hún sjái drauminn sinn verða að veruleika sem er að komast út í stofnfrumumeðferð,“ segir Sigrún Lilja sem hleypur hálfmaraþon til styrktar Heiðu á laugardaginn. Börn Heiðu og eiginmanns hennar, Snorra Hreiðarssonar, þau Anna Halldóra, Hannes Arnar og Dóra Mjöll ætla ekki heldur að láta sitt eftir liggja en þau Anna og Hannes hlaupa tíu kílómetra og Dóra einn kílómetra í Latabæjarhlaupinu „Á meðal hlaupara er líka afi Heiðu sem er 86 ára gamall, tengdamóðir Heiðu sem er 71 árs og fer tíu kílómetra og mágkona Heiðu sem er komin 38 vikur á leið þannig að hér leggjast allir á eitt við að safna fyrir stelpuna okkar, svo hún megi fá draum sinn uppfylltan og fá þá allra bestu meðferð sem völ er á,“ bætir Sigrún Lilja við. Hluti af hópnum hljóp fyrir stuttu saman frá Keflavík í Bláa Lónið og aðspurð segir Sigrún Lilja að það sé töluverð keppni í hópnum, svo mikil að ein endaði á að detta illa og brákast á hendi þegar hún var að líta aftur fyrir sig og athuga hvort það væri nokkur að færast nær í að taka fram úr sér.Heiða er algjörlega ósjálfbjarga í dag.Vísir/Arnþór ,,Við erum á misjöfnum stað og að fara mismunandi vegalengdir. Við sem fórum lengst byrjuðum í Keflavík og fórum nítján kílómetra og svo bættist inní hópinn á leiðinni. Við þetta skapaðist mikill keppnisandi. Ég til dæmis fór í raun of hratt og aðeins of langt svo stuttu fyrir hlaup og hef alveg fundið vel fyrir því síðan í liðum og vöðvum, haltraði í viku og var orðin hrædd um hvernig þetta færi í sjálfu hlaupinu. En núna er ég komin með magnesíum olíu sem borin er á aumu svæðin í gríð og erg er hún alveg að gera góða hluti og því er ég aftur orðin bjartsýn fyrir maraþonið,“ segir Sigrún Lilja. Kostnaðurinn við stofnfrumumeðferðina sem Heiða hyggst sækja sér hleypur á mörgum milljónum og er mikill hugur í hlaupahópnum að gera enn betur en tvær milljónir. ,,Þrátt fyrri gott gengi erum við hvergi nærri hætt og munum ekki hætta að safna áheitum fyrr en lokað er fyrir áheitasöfnun á hlaupastyrkur.is.“Styrktarsíða Bjarnheiðar á Facebook.Hér er hægt að styrkja þá sem hlaupa fyrir Heiðu í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Tengdar fréttir „Ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að líta út“ Bjarnheiður Hannesdóttir fór í hjartastopp í tuttugu mínútur árið 2012. Hún glímdi við átröskun um árabil og hefur þau skilaboð til annarra sem glíma við sjúkdóminn að útlitið sé ekki neitt á við að vera heilbrigður. 16. ágúst 2014 12:00 Í hjartastopp fyrir framan fjölskylduna Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í tuttugu mínútur fyrir tæpum tveimur árum fyrir framan fjölskyldu sína. Henni var vart hugað líf en barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð. 16. ágúst 2014 08:00 Bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi Bjarnheiður Hannesdóttir er heilasködduð og ósjálfbjarga eftir að hún fór í hjartastopp í desember árið 2012. Draumur hennar er að komast í stofnfrumumeðferð á Indlandi og hefur Styrktarsjóður Heiðu Hannesar verið stofnaður til að safna fyrir meðferðinni. 16. ágúst 2014 14:00 Glímdi við átröskun frá átján ára aldri Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp í desember árið 2012. Aðdrangandinn að hjartastoppinu var langur en Bjarnheiður hafði glímt við átröskun um árabil. 16. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
,,Við erum orðlaus af þakklæti. Þetta hefur gengið vonum framar og gefur Heiðu mikinn kraft í baráttunni,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, formaður Styrktarsjóðs Heiðu Hannesar. Sjóðurinn náði þeim áfanga í gær að brjóta tveggja milljón króna múrinn á hlaupastyrkur.is en fjölmargir hlauparar taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi og safna áheitum fyrir sjóðinn. Tilgangur sjóðsins er að safna fyrir stofnfrumumeðferð á Indlandi fyrir Bjarnheiði Hannesdóttur, eða Heiðu eins og hún er ávallt kölluð. Heiða fékk hjartastopp í desember árið 2012 eftir áralanga baráttu við átröskun, eins og kom fram í helgarblaði Fréttablaðsins síðustu helgi.Hjarta Heiðu var stopp í tuttugu mínútur og var henni vart hugað líf. Hún barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð og hafði betur en hjartastoppið olli miklum heilaskaða og er Heiða algjörlega ósjálfbjarga í dag. Hópurinn sem hleypur í maraþoninu til styrktar Heiðu kallar sig #TeamHeiða en hlaupurum í hópnum fer stöðugt fjölgandi.Heiða með fjölskyldu sinni.Vísir/Arnþór„Okkar æðsta markmið er að hún sjái drauminn sinn verða að veruleika sem er að komast út í stofnfrumumeðferð,“ segir Sigrún Lilja sem hleypur hálfmaraþon til styrktar Heiðu á laugardaginn. Börn Heiðu og eiginmanns hennar, Snorra Hreiðarssonar, þau Anna Halldóra, Hannes Arnar og Dóra Mjöll ætla ekki heldur að láta sitt eftir liggja en þau Anna og Hannes hlaupa tíu kílómetra og Dóra einn kílómetra í Latabæjarhlaupinu „Á meðal hlaupara er líka afi Heiðu sem er 86 ára gamall, tengdamóðir Heiðu sem er 71 árs og fer tíu kílómetra og mágkona Heiðu sem er komin 38 vikur á leið þannig að hér leggjast allir á eitt við að safna fyrir stelpuna okkar, svo hún megi fá draum sinn uppfylltan og fá þá allra bestu meðferð sem völ er á,“ bætir Sigrún Lilja við. Hluti af hópnum hljóp fyrir stuttu saman frá Keflavík í Bláa Lónið og aðspurð segir Sigrún Lilja að það sé töluverð keppni í hópnum, svo mikil að ein endaði á að detta illa og brákast á hendi þegar hún var að líta aftur fyrir sig og athuga hvort það væri nokkur að færast nær í að taka fram úr sér.Heiða er algjörlega ósjálfbjarga í dag.Vísir/Arnþór ,,Við erum á misjöfnum stað og að fara mismunandi vegalengdir. Við sem fórum lengst byrjuðum í Keflavík og fórum nítján kílómetra og svo bættist inní hópinn á leiðinni. Við þetta skapaðist mikill keppnisandi. Ég til dæmis fór í raun of hratt og aðeins of langt svo stuttu fyrir hlaup og hef alveg fundið vel fyrir því síðan í liðum og vöðvum, haltraði í viku og var orðin hrædd um hvernig þetta færi í sjálfu hlaupinu. En núna er ég komin með magnesíum olíu sem borin er á aumu svæðin í gríð og erg er hún alveg að gera góða hluti og því er ég aftur orðin bjartsýn fyrir maraþonið,“ segir Sigrún Lilja. Kostnaðurinn við stofnfrumumeðferðina sem Heiða hyggst sækja sér hleypur á mörgum milljónum og er mikill hugur í hlaupahópnum að gera enn betur en tvær milljónir. ,,Þrátt fyrri gott gengi erum við hvergi nærri hætt og munum ekki hætta að safna áheitum fyrr en lokað er fyrir áheitasöfnun á hlaupastyrkur.is.“Styrktarsíða Bjarnheiðar á Facebook.Hér er hægt að styrkja þá sem hlaupa fyrir Heiðu í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn.
Tengdar fréttir „Ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að líta út“ Bjarnheiður Hannesdóttir fór í hjartastopp í tuttugu mínútur árið 2012. Hún glímdi við átröskun um árabil og hefur þau skilaboð til annarra sem glíma við sjúkdóminn að útlitið sé ekki neitt á við að vera heilbrigður. 16. ágúst 2014 12:00 Í hjartastopp fyrir framan fjölskylduna Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í tuttugu mínútur fyrir tæpum tveimur árum fyrir framan fjölskyldu sína. Henni var vart hugað líf en barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð. 16. ágúst 2014 08:00 Bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi Bjarnheiður Hannesdóttir er heilasködduð og ósjálfbjarga eftir að hún fór í hjartastopp í desember árið 2012. Draumur hennar er að komast í stofnfrumumeðferð á Indlandi og hefur Styrktarsjóður Heiðu Hannesar verið stofnaður til að safna fyrir meðferðinni. 16. ágúst 2014 14:00 Glímdi við átröskun frá átján ára aldri Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp í desember árið 2012. Aðdrangandinn að hjartastoppinu var langur en Bjarnheiður hafði glímt við átröskun um árabil. 16. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
„Ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að líta út“ Bjarnheiður Hannesdóttir fór í hjartastopp í tuttugu mínútur árið 2012. Hún glímdi við átröskun um árabil og hefur þau skilaboð til annarra sem glíma við sjúkdóminn að útlitið sé ekki neitt á við að vera heilbrigður. 16. ágúst 2014 12:00
Í hjartastopp fyrir framan fjölskylduna Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í tuttugu mínútur fyrir tæpum tveimur árum fyrir framan fjölskyldu sína. Henni var vart hugað líf en barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð. 16. ágúst 2014 08:00
Bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi Bjarnheiður Hannesdóttir er heilasködduð og ósjálfbjarga eftir að hún fór í hjartastopp í desember árið 2012. Draumur hennar er að komast í stofnfrumumeðferð á Indlandi og hefur Styrktarsjóður Heiðu Hannesar verið stofnaður til að safna fyrir meðferðinni. 16. ágúst 2014 14:00
Glímdi við átröskun frá átján ára aldri Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp í desember árið 2012. Aðdrangandinn að hjartastoppinu var langur en Bjarnheiður hafði glímt við átröskun um árabil. 16. ágúst 2014 10:00