"Okkar æðsta markmið er að hún sjái drauminn sinn verða að veruleika“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2014 12:00 Hluti af hlaupahópnum með Heiðu eftir hlaupið frá Keflavík í Bláa Lónið. Mynd/úr einkasafni ,,Við erum orðlaus af þakklæti. Þetta hefur gengið vonum framar og gefur Heiðu mikinn kraft í baráttunni,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, formaður Styrktarsjóðs Heiðu Hannesar. Sjóðurinn náði þeim áfanga í gær að brjóta tveggja milljón króna múrinn á hlaupastyrkur.is en fjölmargir hlauparar taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi og safna áheitum fyrir sjóðinn. Tilgangur sjóðsins er að safna fyrir stofnfrumumeðferð á Indlandi fyrir Bjarnheiði Hannesdóttur, eða Heiðu eins og hún er ávallt kölluð. Heiða fékk hjartastopp í desember árið 2012 eftir áralanga baráttu við átröskun, eins og kom fram í helgarblaði Fréttablaðsins síðustu helgi.Hjarta Heiðu var stopp í tuttugu mínútur og var henni vart hugað líf. Hún barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð og hafði betur en hjartastoppið olli miklum heilaskaða og er Heiða algjörlega ósjálfbjarga í dag. Hópurinn sem hleypur í maraþoninu til styrktar Heiðu kallar sig #TeamHeiða en hlaupurum í hópnum fer stöðugt fjölgandi.Heiða með fjölskyldu sinni.Vísir/Arnþór„Okkar æðsta markmið er að hún sjái drauminn sinn verða að veruleika sem er að komast út í stofnfrumumeðferð,“ segir Sigrún Lilja sem hleypur hálfmaraþon til styrktar Heiðu á laugardaginn. Börn Heiðu og eiginmanns hennar, Snorra Hreiðarssonar, þau Anna Halldóra, Hannes Arnar og Dóra Mjöll ætla ekki heldur að láta sitt eftir liggja en þau Anna og Hannes hlaupa tíu kílómetra og Dóra einn kílómetra í Latabæjarhlaupinu „Á meðal hlaupara er líka afi Heiðu sem er 86 ára gamall, tengdamóðir Heiðu sem er 71 árs og fer tíu kílómetra og mágkona Heiðu sem er komin 38 vikur á leið þannig að hér leggjast allir á eitt við að safna fyrir stelpuna okkar, svo hún megi fá draum sinn uppfylltan og fá þá allra bestu meðferð sem völ er á,“ bætir Sigrún Lilja við. Hluti af hópnum hljóp fyrir stuttu saman frá Keflavík í Bláa Lónið og aðspurð segir Sigrún Lilja að það sé töluverð keppni í hópnum, svo mikil að ein endaði á að detta illa og brákast á hendi þegar hún var að líta aftur fyrir sig og athuga hvort það væri nokkur að færast nær í að taka fram úr sér.Heiða er algjörlega ósjálfbjarga í dag.Vísir/Arnþór ,,Við erum á misjöfnum stað og að fara mismunandi vegalengdir. Við sem fórum lengst byrjuðum í Keflavík og fórum nítján kílómetra og svo bættist inní hópinn á leiðinni. Við þetta skapaðist mikill keppnisandi. Ég til dæmis fór í raun of hratt og aðeins of langt svo stuttu fyrir hlaup og hef alveg fundið vel fyrir því síðan í liðum og vöðvum, haltraði í viku og var orðin hrædd um hvernig þetta færi í sjálfu hlaupinu. En núna er ég komin með magnesíum olíu sem borin er á aumu svæðin í gríð og erg er hún alveg að gera góða hluti og því er ég aftur orðin bjartsýn fyrir maraþonið,“ segir Sigrún Lilja. Kostnaðurinn við stofnfrumumeðferðina sem Heiða hyggst sækja sér hleypur á mörgum milljónum og er mikill hugur í hlaupahópnum að gera enn betur en tvær milljónir. ,,Þrátt fyrri gott gengi erum við hvergi nærri hætt og munum ekki hætta að safna áheitum fyrr en lokað er fyrir áheitasöfnun á hlaupastyrkur.is.“Styrktarsíða Bjarnheiðar á Facebook.Hér er hægt að styrkja þá sem hlaupa fyrir Heiðu í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Tengdar fréttir „Ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að líta út“ Bjarnheiður Hannesdóttir fór í hjartastopp í tuttugu mínútur árið 2012. Hún glímdi við átröskun um árabil og hefur þau skilaboð til annarra sem glíma við sjúkdóminn að útlitið sé ekki neitt á við að vera heilbrigður. 16. ágúst 2014 12:00 Í hjartastopp fyrir framan fjölskylduna Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í tuttugu mínútur fyrir tæpum tveimur árum fyrir framan fjölskyldu sína. Henni var vart hugað líf en barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð. 16. ágúst 2014 08:00 Bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi Bjarnheiður Hannesdóttir er heilasködduð og ósjálfbjarga eftir að hún fór í hjartastopp í desember árið 2012. Draumur hennar er að komast í stofnfrumumeðferð á Indlandi og hefur Styrktarsjóður Heiðu Hannesar verið stofnaður til að safna fyrir meðferðinni. 16. ágúst 2014 14:00 Glímdi við átröskun frá átján ára aldri Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp í desember árið 2012. Aðdrangandinn að hjartastoppinu var langur en Bjarnheiður hafði glímt við átröskun um árabil. 16. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
,,Við erum orðlaus af þakklæti. Þetta hefur gengið vonum framar og gefur Heiðu mikinn kraft í baráttunni,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, formaður Styrktarsjóðs Heiðu Hannesar. Sjóðurinn náði þeim áfanga í gær að brjóta tveggja milljón króna múrinn á hlaupastyrkur.is en fjölmargir hlauparar taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi og safna áheitum fyrir sjóðinn. Tilgangur sjóðsins er að safna fyrir stofnfrumumeðferð á Indlandi fyrir Bjarnheiði Hannesdóttur, eða Heiðu eins og hún er ávallt kölluð. Heiða fékk hjartastopp í desember árið 2012 eftir áralanga baráttu við átröskun, eins og kom fram í helgarblaði Fréttablaðsins síðustu helgi.Hjarta Heiðu var stopp í tuttugu mínútur og var henni vart hugað líf. Hún barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð og hafði betur en hjartastoppið olli miklum heilaskaða og er Heiða algjörlega ósjálfbjarga í dag. Hópurinn sem hleypur í maraþoninu til styrktar Heiðu kallar sig #TeamHeiða en hlaupurum í hópnum fer stöðugt fjölgandi.Heiða með fjölskyldu sinni.Vísir/Arnþór„Okkar æðsta markmið er að hún sjái drauminn sinn verða að veruleika sem er að komast út í stofnfrumumeðferð,“ segir Sigrún Lilja sem hleypur hálfmaraþon til styrktar Heiðu á laugardaginn. Börn Heiðu og eiginmanns hennar, Snorra Hreiðarssonar, þau Anna Halldóra, Hannes Arnar og Dóra Mjöll ætla ekki heldur að láta sitt eftir liggja en þau Anna og Hannes hlaupa tíu kílómetra og Dóra einn kílómetra í Latabæjarhlaupinu „Á meðal hlaupara er líka afi Heiðu sem er 86 ára gamall, tengdamóðir Heiðu sem er 71 árs og fer tíu kílómetra og mágkona Heiðu sem er komin 38 vikur á leið þannig að hér leggjast allir á eitt við að safna fyrir stelpuna okkar, svo hún megi fá draum sinn uppfylltan og fá þá allra bestu meðferð sem völ er á,“ bætir Sigrún Lilja við. Hluti af hópnum hljóp fyrir stuttu saman frá Keflavík í Bláa Lónið og aðspurð segir Sigrún Lilja að það sé töluverð keppni í hópnum, svo mikil að ein endaði á að detta illa og brákast á hendi þegar hún var að líta aftur fyrir sig og athuga hvort það væri nokkur að færast nær í að taka fram úr sér.Heiða er algjörlega ósjálfbjarga í dag.Vísir/Arnþór ,,Við erum á misjöfnum stað og að fara mismunandi vegalengdir. Við sem fórum lengst byrjuðum í Keflavík og fórum nítján kílómetra og svo bættist inní hópinn á leiðinni. Við þetta skapaðist mikill keppnisandi. Ég til dæmis fór í raun of hratt og aðeins of langt svo stuttu fyrir hlaup og hef alveg fundið vel fyrir því síðan í liðum og vöðvum, haltraði í viku og var orðin hrædd um hvernig þetta færi í sjálfu hlaupinu. En núna er ég komin með magnesíum olíu sem borin er á aumu svæðin í gríð og erg er hún alveg að gera góða hluti og því er ég aftur orðin bjartsýn fyrir maraþonið,“ segir Sigrún Lilja. Kostnaðurinn við stofnfrumumeðferðina sem Heiða hyggst sækja sér hleypur á mörgum milljónum og er mikill hugur í hlaupahópnum að gera enn betur en tvær milljónir. ,,Þrátt fyrri gott gengi erum við hvergi nærri hætt og munum ekki hætta að safna áheitum fyrr en lokað er fyrir áheitasöfnun á hlaupastyrkur.is.“Styrktarsíða Bjarnheiðar á Facebook.Hér er hægt að styrkja þá sem hlaupa fyrir Heiðu í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn.
Tengdar fréttir „Ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að líta út“ Bjarnheiður Hannesdóttir fór í hjartastopp í tuttugu mínútur árið 2012. Hún glímdi við átröskun um árabil og hefur þau skilaboð til annarra sem glíma við sjúkdóminn að útlitið sé ekki neitt á við að vera heilbrigður. 16. ágúst 2014 12:00 Í hjartastopp fyrir framan fjölskylduna Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í tuttugu mínútur fyrir tæpum tveimur árum fyrir framan fjölskyldu sína. Henni var vart hugað líf en barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð. 16. ágúst 2014 08:00 Bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi Bjarnheiður Hannesdóttir er heilasködduð og ósjálfbjarga eftir að hún fór í hjartastopp í desember árið 2012. Draumur hennar er að komast í stofnfrumumeðferð á Indlandi og hefur Styrktarsjóður Heiðu Hannesar verið stofnaður til að safna fyrir meðferðinni. 16. ágúst 2014 14:00 Glímdi við átröskun frá átján ára aldri Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp í desember árið 2012. Aðdrangandinn að hjartastoppinu var langur en Bjarnheiður hafði glímt við átröskun um árabil. 16. ágúst 2014 10:00 Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
„Ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að líta út“ Bjarnheiður Hannesdóttir fór í hjartastopp í tuttugu mínútur árið 2012. Hún glímdi við átröskun um árabil og hefur þau skilaboð til annarra sem glíma við sjúkdóminn að útlitið sé ekki neitt á við að vera heilbrigður. 16. ágúst 2014 12:00
Í hjartastopp fyrir framan fjölskylduna Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í tuttugu mínútur fyrir tæpum tveimur árum fyrir framan fjölskyldu sína. Henni var vart hugað líf en barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð. 16. ágúst 2014 08:00
Bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi Bjarnheiður Hannesdóttir er heilasködduð og ósjálfbjarga eftir að hún fór í hjartastopp í desember árið 2012. Draumur hennar er að komast í stofnfrumumeðferð á Indlandi og hefur Styrktarsjóður Heiðu Hannesar verið stofnaður til að safna fyrir meðferðinni. 16. ágúst 2014 14:00
Glímdi við átröskun frá átján ára aldri Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp í desember árið 2012. Aðdrangandinn að hjartastoppinu var langur en Bjarnheiður hafði glímt við átröskun um árabil. 16. ágúst 2014 10:00