Lífið

Jón og Friðrik Dór Jónssynir ferðast um landið með ástkonum og börnum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Bræðurnir eru samrýmdir og spila saman í kvöld.
Bræðurnir eru samrýmdir og spila saman í kvöld. Vísir/Vilhelm
Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór Jónsson ferðast ásamt fjölskyldum sínum landshorna á milli yfir hina árlegu hátíð verslunarmanna. Bræðurnir stíga á stokk á Ísafirði í kvöld þar sem lokakvöld Mýrarboltans fer fram.

Jón Jónsson setti inn mynd á Instagram af ferðalaginu og með fylgir textinn: „Svona rúlla tónlistarbræðurnir um Verzló. Eyjar og Krókurinn með börnum og ástkonum.“ Með textanum fylgir kassamerkingin: ljúft að vera til eða #ljúftaðveratil sem er vísun í Þjóðhátíðarlagið í ár sem samið og flutt er af Jóni.

Jón tekur sér lítið frí frá skemmtanahaldi yfir helgina en í gærkvöldi tóku um tíu þúsund manns undir söng hans á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Hér að neðan má sjá færslu tónlistarmannsins:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×