Hinsegin dagar hefjast í dag Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2014 10:22 Aðsend mynd Dagskrá Hinsegin daga hefst í dag og stendur hún yfir í sex daga til sunnudags. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 1999. Hinsegin dagar byrja með hópferð í Blóðbankann á hádegi í dag. „Markmið heimsóknarinnar er að minna á að karlmönnum sem stundað hafa kynmök með einstaklingi af sama kyni er óheimilt að gefa blóð,“ segir í tilkynningu frá stjórn Hinsegin daga. Samkvæmt tilkynningunni er dagskrá vikunnar fjölbreytt sem aldrei fyrr. „Má þar nefna Dívur og Dýfur í Sundhöll Reykjavíkur á morgun, tónleika Hinsegin kórsins, hinsegin göngu um Grasagarðinn, ýmsa fyrirlestra og pallborðsumræður og siglinguna Stolt siglir fleyið mitt frá gömlu höfninni í Reykjavík. Að ógleymdri opnunarhátíð í Hörpu, fjölskylduhátíð í Viðey og sjálfri gleðigöngunni og útitónleikum á Arnarhóli á laugardag.“ Þá munu ýmsir þjóðþekktir listamenn stíga á svið Á Arnarhóli á laugardaginn eins og Páll Óskar, Sigga Beinteins, Felix Bergsson Lay Low og fleiri. „Gríðarlega margt hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks hér á landi á undanförnum árum - en betur má ef duga skal. Í könnun sem Samtökin ’78 létu gera síðastliðinn vetur kom í ljós að rúm 80% svarenda höfðu orðið fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar, fengið óviðeigandi spurningar eða athugasemdir, heyrt fordómafulla umræðu eða lent í einelti – og meirihlutinn á síðustu þremur árum.“ „Við höldum Hinsegin daga til að gleðjast og fagna þeim sigrum sem hafa áunnist en einnig til að minna okkur á það að á meðan einstaklingar mæta enn aðkasti og fordómum vegna kynhneigðar og kynvitundar, hvar sem er í heiminum, er baráttunni hvergi nærri lokið.“Stjórn Hinsegin daga í Reykjavík. Eva María Þ Lange, Baldvin Kári, Kristín Sævarsdóttir, Gunnlaugur Bragi ogJón Kjartan Ágústsson.Aðsend mynd Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Dagskrá Hinsegin daga hefst í dag og stendur hún yfir í sex daga til sunnudags. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 1999. Hinsegin dagar byrja með hópferð í Blóðbankann á hádegi í dag. „Markmið heimsóknarinnar er að minna á að karlmönnum sem stundað hafa kynmök með einstaklingi af sama kyni er óheimilt að gefa blóð,“ segir í tilkynningu frá stjórn Hinsegin daga. Samkvæmt tilkynningunni er dagskrá vikunnar fjölbreytt sem aldrei fyrr. „Má þar nefna Dívur og Dýfur í Sundhöll Reykjavíkur á morgun, tónleika Hinsegin kórsins, hinsegin göngu um Grasagarðinn, ýmsa fyrirlestra og pallborðsumræður og siglinguna Stolt siglir fleyið mitt frá gömlu höfninni í Reykjavík. Að ógleymdri opnunarhátíð í Hörpu, fjölskylduhátíð í Viðey og sjálfri gleðigöngunni og útitónleikum á Arnarhóli á laugardag.“ Þá munu ýmsir þjóðþekktir listamenn stíga á svið Á Arnarhóli á laugardaginn eins og Páll Óskar, Sigga Beinteins, Felix Bergsson Lay Low og fleiri. „Gríðarlega margt hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks hér á landi á undanförnum árum - en betur má ef duga skal. Í könnun sem Samtökin ’78 létu gera síðastliðinn vetur kom í ljós að rúm 80% svarenda höfðu orðið fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar, fengið óviðeigandi spurningar eða athugasemdir, heyrt fordómafulla umræðu eða lent í einelti – og meirihlutinn á síðustu þremur árum.“ „Við höldum Hinsegin daga til að gleðjast og fagna þeim sigrum sem hafa áunnist en einnig til að minna okkur á það að á meðan einstaklingar mæta enn aðkasti og fordómum vegna kynhneigðar og kynvitundar, hvar sem er í heiminum, er baráttunni hvergi nærri lokið.“Stjórn Hinsegin daga í Reykjavík. Eva María Þ Lange, Baldvin Kári, Kristín Sævarsdóttir, Gunnlaugur Bragi ogJón Kjartan Ágústsson.Aðsend mynd
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira