Bað um að verða sendiherra og fékk já Randver Kári Randversson skrifar 6. ágúst 2014 12:11 Svavar Gestsson var formaður Alþýðubandalagsins frá 1980 til 1987. Hann var sendiherra í utanríkisþjónustunni frá 1999 til 2009. Vísir/Valli Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra og formaður Alþýðubandalagsins, segir frá því í nýlegri Facebook-færslu hvernig skipun hans í stöðu sendiherra í utanríkisþjónustunni bar að. Þar kemur fram að á árinu 1998 hafi hann séð fram á að geta lokið þingferli sínum þegar fyrir lá að Alþýðubandalagið myndi ekki bjóða fram aftur og ljóst var að hann færi hvorki í framboð fyrir Samfylkinguna né VG. Hann hafi þá farið fram á sendiherrastöðu þar sem hann taldi að komið væri að því að Alþýðubandalagsmaður yrði sendiherra. „Ég gekk svo á fund ráðamanna og sagði: Ég vil verða sendiherra. Þeir samþykktu það. Stjórnarandstaðan varð ánægð með það. VG af því að þau vildu ekki hafa mig í framboði fyrir Samfylkinguna. Samfylkingarmenn af því að þau vildu ekki hafa mig í framboði fyrir VG. Ég hafði séð að formenn annarra flokka höfðu verið skipaðir sendiherrar hvað eftir annað. Ég taldi að það væri kominn tími til að Alþýðubandalagsmaður, þekktur herstöðvaandstæðingur, yrði skipaður sendiherra. Það varð,“ skrifar Svavar. Nokkur umræða hefur skapast um skipanir sendiherra í utanríkisþjónustunni í kjölfar þess að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, skipaði þá Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, og Árna Þór Sigurðsson, þingmann Vinstri grænna, sem sendiherra í síðustu viku. Það er fyrsta sinn frá árinu 2008 sem stjórnmálamenn eru skipaðir í stöðu sendiherra. Svavar var skipaður sendiherra frá 1. mars 1999 og varð aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada. Hann var síðan sendiherra Íslands í Stokkhólmi frá árinu 2001 til 2005 og í Kaupmannahöfn frá 2005 til 2009. Tengdar fréttir Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. 31. júlí 2014 16:52 Ófaglegt og geðþóttamiðað ráðningarferli ekki lausnin Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent, segir ljóst að til lengri tíma litið þurfi að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands til starfa á alþjóðavettvangi. 5. ágúst 2014 14:30 Árni Páll segir að Samfylkingin muni ekki tilnefna sendiherra Formaður Samfylkingarinnar hafnar frétt Morgunblaðsins. 1. ágúst 2014 09:39 Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra og formaður Alþýðubandalagsins, segir frá því í nýlegri Facebook-færslu hvernig skipun hans í stöðu sendiherra í utanríkisþjónustunni bar að. Þar kemur fram að á árinu 1998 hafi hann séð fram á að geta lokið þingferli sínum þegar fyrir lá að Alþýðubandalagið myndi ekki bjóða fram aftur og ljóst var að hann færi hvorki í framboð fyrir Samfylkinguna né VG. Hann hafi þá farið fram á sendiherrastöðu þar sem hann taldi að komið væri að því að Alþýðubandalagsmaður yrði sendiherra. „Ég gekk svo á fund ráðamanna og sagði: Ég vil verða sendiherra. Þeir samþykktu það. Stjórnarandstaðan varð ánægð með það. VG af því að þau vildu ekki hafa mig í framboði fyrir Samfylkinguna. Samfylkingarmenn af því að þau vildu ekki hafa mig í framboði fyrir VG. Ég hafði séð að formenn annarra flokka höfðu verið skipaðir sendiherrar hvað eftir annað. Ég taldi að það væri kominn tími til að Alþýðubandalagsmaður, þekktur herstöðvaandstæðingur, yrði skipaður sendiherra. Það varð,“ skrifar Svavar. Nokkur umræða hefur skapast um skipanir sendiherra í utanríkisþjónustunni í kjölfar þess að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, skipaði þá Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, og Árna Þór Sigurðsson, þingmann Vinstri grænna, sem sendiherra í síðustu viku. Það er fyrsta sinn frá árinu 2008 sem stjórnmálamenn eru skipaðir í stöðu sendiherra. Svavar var skipaður sendiherra frá 1. mars 1999 og varð aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada. Hann var síðan sendiherra Íslands í Stokkhólmi frá árinu 2001 til 2005 og í Kaupmannahöfn frá 2005 til 2009.
Tengdar fréttir Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. 31. júlí 2014 16:52 Ófaglegt og geðþóttamiðað ráðningarferli ekki lausnin Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent, segir ljóst að til lengri tíma litið þurfi að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands til starfa á alþjóðavettvangi. 5. ágúst 2014 14:30 Árni Páll segir að Samfylkingin muni ekki tilnefna sendiherra Formaður Samfylkingarinnar hafnar frétt Morgunblaðsins. 1. ágúst 2014 09:39 Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. 31. júlí 2014 16:52
Ófaglegt og geðþóttamiðað ráðningarferli ekki lausnin Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent, segir ljóst að til lengri tíma litið þurfi að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands til starfa á alþjóðavettvangi. 5. ágúst 2014 14:30
Árni Páll segir að Samfylkingin muni ekki tilnefna sendiherra Formaður Samfylkingarinnar hafnar frétt Morgunblaðsins. 1. ágúst 2014 09:39
Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00
Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08