Innlent

Fínasta spá fyrir Gleðigöngu

Atli Ísleifsson skrifar
Gleðigangan hefst klukkan 14 á laugardaginn, en gengið verður frá Vatnsmýrarvegi að Arnarhóli.
Gleðigangan hefst klukkan 14 á laugardaginn, en gengið verður frá Vatnsmýrarvegi að Arnarhóli. Vísir/Vilhelm
Veðurstofan spáir ágætisveðri í höfuðborginni um miðjan dag á laugardag. Gleðigangan hefst klukkan 14 en gengið er frá Vatnsmýrarvegi að Arnarhóli.

Spáin gerir ráð fyrir um 14 stiga hita þar sem sólin ætti að vera í aðalhlutverki, auk þess að einungis er spáð 1 metra á sekúndu. Veðrið ætti því ekki að koma í veg fyrir að fólk fjölmenni í miðborgina á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×