Innlent

Tók fiskibát í tog á Breiðafirði

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Fjölveiðiskipið Heimaey tók lítinn fiskibát í tog, eftir að vélin í honum bilaði þegar hann var staddur úti af Breiðafirði í gærdag.

Björgunarskip Landsbjargar á Rifi var sent á móti þeim og dró bátinn til hafnar á Rifi, þangað sem komið var á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þokkalegt veður var á svæðinu og  því voru bátsverjarnir ekki í hættu.

Þá kom lítill  kolmunnabátur til Keflavíkur í gærkvöldi, eftir að einn skipverjinn fékk öngul í gegnum hendina, og sat hann þar fastur. Maðurinn var fluttukr á slysadeild Landspítalans, þar sem öngullinn var losaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×