Innlent

Makrílveiðimenn streyma til Hólmavíkur

Útsýni yfir Hólmavík.
Útsýni yfir Hólmavík. Vísir/Garðar Örn Úlfarsson
Litlir makrílveiðibátar streyma nú víða að til Hólmavíkur, bæði sjóleiðina og landleiðina og eru skyndilega orðin mikil umsvif í Hómavíkurhöfn. Átta bátar voru fluttir þangað landleiðina á dráttarvögnum  frá Snæfellsnesi í fyrrinótt, fjórir í gær og fleiri eru væntanlegir í dag.

Ástæða þessa er að mjög góð makrílveiði var á Steingrímsfirði á Ströndum um þetta leyti í fyrra og vonast sjómenn til að þar verði aftur uppgrip og góðar tekjur núna. Annars fóru makrílveiðarnar frá Hólmavík rólega af stað í sumar, en svo geta þær skyndilega glæðst eins og í fyrrasumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×