Innlent

Þrettán Sýrlendingar fá hæli hér á landi

Úr flóttamannabúðum í Tyrklandi.
Úr flóttamannabúðum í Tyrklandi. vísir/afp
Þrettán Sýrlendingar sem hafa flúið átökin í heimalandinu eru á leið hingað til lands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu og er undirbúningur fyrir komu fólksins þegar hafinn. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu flóttamannanefndar og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Þá segir ennfremur að sýrlenska flóttafólkið sem boðið verður að koma til Íslands dvelji nú í Tyrklandi. Um er að ræða fjórar fjölskyldur, þar af sex börn.

Ríkisstjórnin hefur falið flóttamannanefnd að undirbúa móttöku fólksins og leitast eftir samstarfi við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, auk Rauða krossins á Íslandi sem annast ýmsa þætti sem tengjast móttöku flóttafólks samkvæmt samningi við velferðarráðuneytið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.