Innlent

Framkonur senda stuðningskveðjur

Samúel Karl Ólason skrifar
Safamýrin hefur verið skreytt regnbogalitum.
Safamýrin hefur verið skreytt regnbogalitum. Mynd/Facebook
„Það vill svo óheppilega til að leikur okkar við Sindra í 1. deild kvenna var settur á kl. 14 í dag. Á sama tíma fer hin árlega Gleðiganga fram og getum við stúlkurnar því ekki tekið þátt í göngunni að þessu sinni.“ Þetta segja Framkonur á Facebook síðu meistaraflokks kvenna hjá Fram.

Þær segjast hafa gert tilraun til þess að færa leikinn, en það hafi því miður ekki verið hægt.

„Við í Meistaraflokki kvenna Fram vildu því gera allt til þess að sýna stuðning okkar í verki. Við skreyttum því Safamýrina og skörtum marglita andlitsmálningu í tilefni dagsins. Til hamingju með daginn Íslendingar og áfram Fram!“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×