„Rödd Íslands skiptir máli“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2014 18:22 Vísir/GVA Á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag lýsti minnihluti nefndarinnar yfir þungum áhyggjum vegna átakanna á Gasasvæðinu. Sem og þess mikla mannfalls óbreyttra borgara, ekki síst barna, sem þau hafa valdið. Þá hvetur hann til þess að allra leiða verði leitað til að stöðva átökin. „Minni hlutinn tekur heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í bréfi forsætisráðherra til Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael, og áréttar þau sjónarmið Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga felist í ólögmætu hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, þar með talið Austur-Jerúsalem.“ Í bókuninni er rifjað upp að Alþingi hafi samþykkt þingályktun um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu í nóvember 2011. Einnig hafi Alþingi skorað á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum. Þá eigi að gera á grundvelli þjóðarrétar og ályktana Sameinuðu þjóðanna sem meðal annars feli í sér gagnkvæma viðureknningu Ísraelsríki og Palestínuríkis. „Þessi afstaða er enn í fullu gildi. Þau átök sem að undanförnu hafa geisað á Gaza undirstrika mikilvægi þess að varanlegur friður komist á í þessum stríðshrjáða heimshluta.“ Þá tekur minni hlutinn undir fordæmingu Ban Ki Moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á árásum á skóla SÞ. Bókunina alla má sjá hér að neðan: Minni hluti utanríkismálanefndar Alþingis lýsir þungum áhyggjum vegna átakanna á Gaza og þess mikla mannfalls óbreyttra borgara, ekki síst barna, sem þau hafa valdið. Minni hlutinn tekur heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í bréfi forsætisráðherra til Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael, og áréttar þau sjónarmið Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga felist í ólögmætu hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, þar með talið Austur-Jerúsalem. Alþingi samþykkti þingsályktun um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu þann 29. nóvember 2011. Jafnframt skoraði Alþingi á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum á grundvelli þjóðaréttar og ályktana Sameinuðu þjóðanna sem m.a. feli í sér gagnkvæma viðurkenningu Ísraelsríkis og Palestínuríkis. Þessi afstaða er enn í fullu gildi. Þau átök sem að undanförnu hafa geisað á Gaza undirstrika mikilvægi þess að varanlegur friður komist á í þessum stríðshrjáða heimshluta. Minni hlutinn samþykkir harða fordæmingu aðalritara SÞ, Ban Ki Moon, á árásum herliðs Ísraelsmanna á skóla Sameinuðu þjóðanna í nótt sem leið, þar sem a.m.k. 19 manns létu lífið og hátt í hundrað særðust., og tekur undir með yfirmanni Flóttamannastofnunar SÞ í Palestínu (UNRWA) sem hefur lýst árásinni sem alvarlegu broti ísraelska hersins á alþjóðalögum. Minni hluti utanríkismálanefndar Alþingis hvetur til þess að allra leiða verði leitað, bæði pólitískra, diplómatískra og efnahagslegra, til að stöðva blóðbaðið og þær hörmungar sem gengið hafa yfir palestínsku þjóðina. Rödd Íslands skiptir máli og henni ber áfram að beita í þágu friðar, mannréttinda, mannúðar og alþjóðalaga. Gasa Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag lýsti minnihluti nefndarinnar yfir þungum áhyggjum vegna átakanna á Gasasvæðinu. Sem og þess mikla mannfalls óbreyttra borgara, ekki síst barna, sem þau hafa valdið. Þá hvetur hann til þess að allra leiða verði leitað til að stöðva átökin. „Minni hlutinn tekur heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í bréfi forsætisráðherra til Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael, og áréttar þau sjónarmið Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga felist í ólögmætu hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, þar með talið Austur-Jerúsalem.“ Í bókuninni er rifjað upp að Alþingi hafi samþykkt þingályktun um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu í nóvember 2011. Einnig hafi Alþingi skorað á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum. Þá eigi að gera á grundvelli þjóðarrétar og ályktana Sameinuðu þjóðanna sem meðal annars feli í sér gagnkvæma viðureknningu Ísraelsríki og Palestínuríkis. „Þessi afstaða er enn í fullu gildi. Þau átök sem að undanförnu hafa geisað á Gaza undirstrika mikilvægi þess að varanlegur friður komist á í þessum stríðshrjáða heimshluta.“ Þá tekur minni hlutinn undir fordæmingu Ban Ki Moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á árásum á skóla SÞ. Bókunina alla má sjá hér að neðan: Minni hluti utanríkismálanefndar Alþingis lýsir þungum áhyggjum vegna átakanna á Gaza og þess mikla mannfalls óbreyttra borgara, ekki síst barna, sem þau hafa valdið. Minni hlutinn tekur heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í bréfi forsætisráðherra til Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael, og áréttar þau sjónarmið Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga felist í ólögmætu hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, þar með talið Austur-Jerúsalem. Alþingi samþykkti þingsályktun um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu þann 29. nóvember 2011. Jafnframt skoraði Alþingi á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum á grundvelli þjóðaréttar og ályktana Sameinuðu þjóðanna sem m.a. feli í sér gagnkvæma viðurkenningu Ísraelsríkis og Palestínuríkis. Þessi afstaða er enn í fullu gildi. Þau átök sem að undanförnu hafa geisað á Gaza undirstrika mikilvægi þess að varanlegur friður komist á í þessum stríðshrjáða heimshluta. Minni hlutinn samþykkir harða fordæmingu aðalritara SÞ, Ban Ki Moon, á árásum herliðs Ísraelsmanna á skóla Sameinuðu þjóðanna í nótt sem leið, þar sem a.m.k. 19 manns létu lífið og hátt í hundrað særðust., og tekur undir með yfirmanni Flóttamannastofnunar SÞ í Palestínu (UNRWA) sem hefur lýst árásinni sem alvarlegu broti ísraelska hersins á alþjóðalögum. Minni hluti utanríkismálanefndar Alþingis hvetur til þess að allra leiða verði leitað, bæði pólitískra, diplómatískra og efnahagslegra, til að stöðva blóðbaðið og þær hörmungar sem gengið hafa yfir palestínsku þjóðina. Rödd Íslands skiptir máli og henni ber áfram að beita í þágu friðar, mannréttinda, mannúðar og alþjóðalaga.
Gasa Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira