„Rödd Íslands skiptir máli“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2014 18:22 Vísir/GVA Á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag lýsti minnihluti nefndarinnar yfir þungum áhyggjum vegna átakanna á Gasasvæðinu. Sem og þess mikla mannfalls óbreyttra borgara, ekki síst barna, sem þau hafa valdið. Þá hvetur hann til þess að allra leiða verði leitað til að stöðva átökin. „Minni hlutinn tekur heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í bréfi forsætisráðherra til Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael, og áréttar þau sjónarmið Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga felist í ólögmætu hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, þar með talið Austur-Jerúsalem.“ Í bókuninni er rifjað upp að Alþingi hafi samþykkt þingályktun um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu í nóvember 2011. Einnig hafi Alþingi skorað á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum. Þá eigi að gera á grundvelli þjóðarrétar og ályktana Sameinuðu þjóðanna sem meðal annars feli í sér gagnkvæma viðureknningu Ísraelsríki og Palestínuríkis. „Þessi afstaða er enn í fullu gildi. Þau átök sem að undanförnu hafa geisað á Gaza undirstrika mikilvægi þess að varanlegur friður komist á í þessum stríðshrjáða heimshluta.“ Þá tekur minni hlutinn undir fordæmingu Ban Ki Moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á árásum á skóla SÞ. Bókunina alla má sjá hér að neðan: Minni hluti utanríkismálanefndar Alþingis lýsir þungum áhyggjum vegna átakanna á Gaza og þess mikla mannfalls óbreyttra borgara, ekki síst barna, sem þau hafa valdið. Minni hlutinn tekur heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í bréfi forsætisráðherra til Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael, og áréttar þau sjónarmið Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga felist í ólögmætu hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, þar með talið Austur-Jerúsalem. Alþingi samþykkti þingsályktun um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu þann 29. nóvember 2011. Jafnframt skoraði Alþingi á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum á grundvelli þjóðaréttar og ályktana Sameinuðu þjóðanna sem m.a. feli í sér gagnkvæma viðurkenningu Ísraelsríkis og Palestínuríkis. Þessi afstaða er enn í fullu gildi. Þau átök sem að undanförnu hafa geisað á Gaza undirstrika mikilvægi þess að varanlegur friður komist á í þessum stríðshrjáða heimshluta. Minni hlutinn samþykkir harða fordæmingu aðalritara SÞ, Ban Ki Moon, á árásum herliðs Ísraelsmanna á skóla Sameinuðu þjóðanna í nótt sem leið, þar sem a.m.k. 19 manns létu lífið og hátt í hundrað særðust., og tekur undir með yfirmanni Flóttamannastofnunar SÞ í Palestínu (UNRWA) sem hefur lýst árásinni sem alvarlegu broti ísraelska hersins á alþjóðalögum. Minni hluti utanríkismálanefndar Alþingis hvetur til þess að allra leiða verði leitað, bæði pólitískra, diplómatískra og efnahagslegra, til að stöðva blóðbaðið og þær hörmungar sem gengið hafa yfir palestínsku þjóðina. Rödd Íslands skiptir máli og henni ber áfram að beita í þágu friðar, mannréttinda, mannúðar og alþjóðalaga. Gasa Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag lýsti minnihluti nefndarinnar yfir þungum áhyggjum vegna átakanna á Gasasvæðinu. Sem og þess mikla mannfalls óbreyttra borgara, ekki síst barna, sem þau hafa valdið. Þá hvetur hann til þess að allra leiða verði leitað til að stöðva átökin. „Minni hlutinn tekur heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í bréfi forsætisráðherra til Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael, og áréttar þau sjónarmið Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga felist í ólögmætu hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, þar með talið Austur-Jerúsalem.“ Í bókuninni er rifjað upp að Alþingi hafi samþykkt þingályktun um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu í nóvember 2011. Einnig hafi Alþingi skorað á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum. Þá eigi að gera á grundvelli þjóðarrétar og ályktana Sameinuðu þjóðanna sem meðal annars feli í sér gagnkvæma viðureknningu Ísraelsríki og Palestínuríkis. „Þessi afstaða er enn í fullu gildi. Þau átök sem að undanförnu hafa geisað á Gaza undirstrika mikilvægi þess að varanlegur friður komist á í þessum stríðshrjáða heimshluta.“ Þá tekur minni hlutinn undir fordæmingu Ban Ki Moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á árásum á skóla SÞ. Bókunina alla má sjá hér að neðan: Minni hluti utanríkismálanefndar Alþingis lýsir þungum áhyggjum vegna átakanna á Gaza og þess mikla mannfalls óbreyttra borgara, ekki síst barna, sem þau hafa valdið. Minni hlutinn tekur heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í bréfi forsætisráðherra til Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael, og áréttar þau sjónarmið Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga felist í ólögmætu hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, þar með talið Austur-Jerúsalem. Alþingi samþykkti þingsályktun um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu þann 29. nóvember 2011. Jafnframt skoraði Alþingi á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum á grundvelli þjóðaréttar og ályktana Sameinuðu þjóðanna sem m.a. feli í sér gagnkvæma viðurkenningu Ísraelsríkis og Palestínuríkis. Þessi afstaða er enn í fullu gildi. Þau átök sem að undanförnu hafa geisað á Gaza undirstrika mikilvægi þess að varanlegur friður komist á í þessum stríðshrjáða heimshluta. Minni hlutinn samþykkir harða fordæmingu aðalritara SÞ, Ban Ki Moon, á árásum herliðs Ísraelsmanna á skóla Sameinuðu þjóðanna í nótt sem leið, þar sem a.m.k. 19 manns létu lífið og hátt í hundrað særðust., og tekur undir með yfirmanni Flóttamannastofnunar SÞ í Palestínu (UNRWA) sem hefur lýst árásinni sem alvarlegu broti ísraelska hersins á alþjóðalögum. Minni hluti utanríkismálanefndar Alþingis hvetur til þess að allra leiða verði leitað, bæði pólitískra, diplómatískra og efnahagslegra, til að stöðva blóðbaðið og þær hörmungar sem gengið hafa yfir palestínsku þjóðina. Rödd Íslands skiptir máli og henni ber áfram að beita í þágu friðar, mannréttinda, mannúðar og alþjóðalaga.
Gasa Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent