Íslenskur farþegi lagaði bilaðan þotuhreyfil Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2014 16:40 Davíð Aron var í fríi með Lindu konu sinni og tveimur dætrum. Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. Engan flugvirkja var að finna og því líkur á að allir hundrað og áttatíu farþegar vélarinnar þyrftu að fara á hótel þar til búið væri að finna lausn á bilun vélarinnar. Davíð er flugvirki að mennt og greip því til sinna ráða, sýndi fram á réttindi sín og lagaði vélina á örskotsstundu. „Ég ræddi við flugmanninn og hann setti mig í samband við flugvirkja þeirra sem er með aðsetur í Stokkhólmi. Bilunin var rakin til „starter valve“ sem opnaðist ekki, en hlutverk þess er að hleypa lofti að startaranum til að ræsa hreyfilinn. Sú aðgerð er einföld og tók mig um þrjátíu mínútur,“ segir Davíð. Davíð var á ferðalagi með konu sinni, dætrum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Hann segir bilunina hafa verið smávægilega og því hafi engin hætta verið á ferðum. „Eftir þessa viðgerð tóku flugmennirnir test í samræmi við handbækur og vélin var komin í lag. Það var aldrei nein hætta á ferð og öryggi farþega var aldrei í hættu, enda hefði vélin aldrei farið í loftið ef allt hefði ekki verið 100%.“ Flugvélin var því einungis klukkustund á eftir áætlun þegar hún lenti á Keflavíkurflugvelli. „Flugfreyjan tilkynnti öllum um borð að einn af farþegunum hefði haft þekkingu og færni til að laga vélina og koma okkur heim,“ segir Davíð, sem hlaut mikið lófaklapp frá þakklátum farþegum vélarinnar. Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær. Engan flugvirkja var að finna og því líkur á að allir hundrað og áttatíu farþegar vélarinnar þyrftu að fara á hótel þar til búið væri að finna lausn á bilun vélarinnar. Davíð er flugvirki að mennt og greip því til sinna ráða, sýndi fram á réttindi sín og lagaði vélina á örskotsstundu. „Ég ræddi við flugmanninn og hann setti mig í samband við flugvirkja þeirra sem er með aðsetur í Stokkhólmi. Bilunin var rakin til „starter valve“ sem opnaðist ekki, en hlutverk þess er að hleypa lofti að startaranum til að ræsa hreyfilinn. Sú aðgerð er einföld og tók mig um þrjátíu mínútur,“ segir Davíð. Davíð var á ferðalagi með konu sinni, dætrum og öðrum fjölskyldumeðlimum. Hann segir bilunina hafa verið smávægilega og því hafi engin hætta verið á ferðum. „Eftir þessa viðgerð tóku flugmennirnir test í samræmi við handbækur og vélin var komin í lag. Það var aldrei nein hætta á ferð og öryggi farþega var aldrei í hættu, enda hefði vélin aldrei farið í loftið ef allt hefði ekki verið 100%.“ Flugvélin var því einungis klukkustund á eftir áætlun þegar hún lenti á Keflavíkurflugvelli. „Flugfreyjan tilkynnti öllum um borð að einn af farþegunum hefði haft þekkingu og færni til að laga vélina og koma okkur heim,“ segir Davíð, sem hlaut mikið lófaklapp frá þakklátum farþegum vélarinnar.
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira